Gæðastefna
Um innra mat Menntaskóla Borgarfjarðar fer samkvæmt 40. og 41 gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008. Hverjum framhaldsskóla landsins er gert að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli framhaldsskólalaga nr. 92/2008 þar sem segir í 40. gr.
Markmið mats og eftirlits með gæðum í framhaldsskólum er að:
- veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda
- tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla
- auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum
- tryggja að réttindi nema séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum
Innra mati Menntaskóla Borgarfjarðar er ætlað að veita upplýsingar um starfshætti skólans, stuðla að umbótum og auknum gæðum auk þess að vera hluti af þróun skólastarfs. Hér á eftir fer lýsing á því kerfi sem Menntaskóli Borgarfjarðar hefur ákveðið að nota til að leggja mat á gæði skólastarfsins ásamt öðrum verkfærum sem skólinn notar við innra mat.
Gæðagreinar
Gæðagreinar eru hjálpartæki skóla til að svara spurningunum:
• Hvernig stöndum við okkur?
• Hvernig vitum við það?
• Hvað gerum við næst?
Gæðagreinar eru ennfremur notaðir sem hjálpartæki við að:
• finna sterkar hliðar
• finna þætti, þar sem leggja þarf áherslu á að viðhalda gæðum eða auka þau
• gera þróunaráætlanir í framhaldi af því
• gefa til kynna gæði skólans
Matsþáttunum eru gefnar einkunnir á bilinu 1 – 6, við matið er notaður eftirfarandi einkunnaskali. Markmiðið er að ná sem hæstri einkunn í öllum þáttum skólastarfsins.
6 Framúrskarandi – Framúrskarandi eða leiðandi á sínu sviði
5 Mjög gott – Afar sterkur þáttur
4 Gott – Mikilvæg atriði yfirleitt sterk en ákveðin atriði gætu orðið betri
3 Nægilegt – Sterk atriði rétt ná að vega meira en slök
2 Slakt – Mikilvæg atriði slök
1 Ófullnægjandi – Afar slakur þáttur
Auk þeirra þátta sem fram koma í Gæðagreinalíkaninu eru gerðar viðhorfskannanir meðal nemenda, starfsfólks og foreldra, ásamt hefðbundnu kennslumati.
Markmiðin með innra mati Menntaskóla Borgarfjarðar er að bæta og efla skólastarfið, meta hvort markmið skólans hafi náðst, benda á það sem vel er gert og finna leiðir til þess að bæta það sem betur má fara.