Stjórn
Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. kt. 530606-0900, var stofnaður 4. maí 2006. Rekstrarform skólans er einkahlutafélag og eru hluthafar 157, stærsti einstaki hluthafinn er sveitarfélagið Borgarbyggð. Stærsti hluti eigendahópsins eru einstaklingar búsettir í Borgarbyggð og fyrirtæki staðsett í Borgarbyggð. Stjórn skólans skipa sex einstaklingar kosnir á hluthafafundi. Stjórnin fer með málefni skólans og skal sjá um að skipulag og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi sbr. 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Stjórn skólans ræður skólameistara, hann ber ábyrgð á daglegum rekstri og starfi skólans. Hann gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólameistari ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og hefur frumkvæði að vinnu við skólanámskrá og umbótastarfi innan skólans. Starfsreglur stjórnar 18.05.2021
Stjórn skipa:
Aðalmenn:
- Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður
- Inga Dóra Halldórsdóttir
- Bjarki Þór Grönfeldt
- Flosi H. Sigurðsson
- Hrefna B. Jónsdóttir
- Sigursteinn Sigurðsson
Varamenn:
- Bergur Þorgeirsson
- Helga Margrét Friðriksdóttir
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Guðmundsson
- Steinunn Fjóla Benediktsdóttir
- Thelma Harðardóttir
Skólanefnd
Skólanefnd starfar við Menntaskóla Borgarfjarðar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanefndin er skipuð sömu fimm einstaklingum og kosnir eru í stjórn skólans auk þess sem í skólanefndinni eiga sæti þrír áheyrnafulltrúar, einn tilnefndur af Nemendafélagi Menntaskóla Borgarfjarðar, einn tilnefndur af kennarafundi og einn af foreldraráði. Hlutverk skólanefndar er samkvæmt lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk skólanefndar er m.a. að marka áherslur í starfi skólans og að stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf. Að vera skólameistara til samráðs um námsframboð, staðfesta skólanámskrá og vera til ráðgjafar um ýmis mál. Skólameistari er framkvæmdastjóri nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.
Skólanefnd skipa:
- Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður
- Inga Dóra Halldórsdóttir
- Bjarki Þór Grönfeldt
- Flosi Sigurðsson
- Hrefna B. Jónsdóttir
- Sigursteinn Sigurðsson
- Bragi Þór Svavarsson, skólameistari
- Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari
- Ernir Daði Arnberg Sigurðsson, fulltrúi nemenda
- Elín Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara
- ???, fulltrúi foreldra
Skólaráð
Skólaráð starfar við skólann í samræmi við lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla og reglugerð nr. 140/1997 um skólaráð við framhaldsskóla. Nemendur tilnefna tvo fulltrúa og kennarafundur tvo fulltrúa. Í skólaráði sitja einnig skólameistari og aðstoðarskólameistari. Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar um ýmis málefni í starfi skólans.
Skólaráð skipa:
- Bragi Þór Svavarsson, skólameistari
- Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðarskólameistari
- Ernir Daði Arnberg Sigurðsson, nemandi
- Marta Lukka Magnúsdóttir, nemandi
- Kristján G. Arngrímsson, kennari
- Elín Kristjánsdóttir, kennari
Foreldraráð
Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar foreldraráð í samræmi við 50. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Hlutverk foreldraráðsins er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann.
Foreldraráð skipa:
- Elín Friðriksdóttir
- ?????
- Svala Svavarsdóttir
50. gr. Foreldraráð.
Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.
Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar
Við Menntaskóla Borgarfjarðar starfar nemendafélag sem vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendafélagið starfar á ábyrgð skólans. Nemendur kjósa fulltrúa í skólaráð, fulltrúa á skólafund og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar skipa
- Ernir Daði Arnberg Sigurðsson, formaður
- Marta Lukka Magnúsdóttir, ritari
- Jónas Bjarki Reynisson, gjaldkeri
- Eiríkur Frímann Jónsson, skemmtanastjóri
- Grétar Jónatan Pálmason, fulltrúi nýnema
Fundir
Skólafundir á sal með öllum starfsmönnum og nemendum eru haldnir a.m.k. tvisvar á önn. Þar eru kynnt og rætt ýmislegt sem viðkemur daglegu skólastarfi. Kennarafundir, fundir með öðrum starfsmönnum og nemendafélaginu eru haldnir með reglubundnum hætti.