Menntaskóli Borgarfjarðar hefur til umráða tvær íbúðir sem leigðar eru út yfir skólaárið, alls 8 rúm, tvö tveggja manna herbergi fyrir stráka og tvö tveggja manna herbergi fyrir stelpur.
Úthlutunarreglur/forgangur miðast við eftirfarandi:
- Nemendur eiga lögheimili í dreifbýli Borgarbyggðar.
- Nemendur undir 18 ára aldri.
- Námshlutfall nemanda á leigutíma. Nemandi í fullu námi gengur fyrir.
- Nemendur utan Borgarbyggðar.
Ef tveir eða fleiri umsækjendur uppfylla jöfn skilyrði skal dregið úr potti hver fær úthlutun. Miðað er að nemendur sem fá vistarpláss njóti þess í a.m.k. tvö skólaár. Þetta er þó háð því að þeir uppfylli allar reglur um umgengni á heimavist.
Ef nemendur MB fá ekki inni á Nemendagörðum, leitum við allra leiða til að útvega húsnæði sem hentar. Hafið samband við skólameistara