Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húsnæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Brákarhlíð Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð …

ERASMUS heimsókn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

STEAM áhuginn liggur víða og í þessari viku tökum við á móti áhugasömum nemendum og kennurum frá Portúgal sem vilja kynnast STEAM þróuninni í MB, skiptast á reynslusögum og vinna saman að verkefnum. Það er ómetanlegt fyrir bæði nemendur og kennara í MB að fá tækifæri til að segja frá og sýna okkar sterku hliðar. Það er ekki síður mikilvægt …

Aðalfundur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

  Stund: Mánudaginn 7. apríl 2025 kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi  Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning eins stjórnarmanns í stjórn, vegna afsagnar úr stjórn skv gr. 3.2.3 í samþykktum félagsins Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. …

Westside

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á fimmtudaginn sl. lauk hinu árlega WestSide sem haldið var  hér Borgarnesi og allur undirbúningur á hendi NMB.  West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Nemendur skólanna, keppa og gleðjast saman í  fótbolta, körfubolta, bandý og blaki og loks var spurningakeppni. Það bar helst til tíðinda að  MB bar …

Lífsnám – ALLSKYNS

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og undanfarin skólalár fer fram svokölluð lífsnámsvika í MB þar sem allir staðnemar skólans vinna að ákveðnu þema og er þema haustannar 2024 ,,Allskyns” með áherslu á  kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti. Nemendur vinna saman í hópum, þvert á árganga, að ákveðnum verkefnum tengdum þemanu alla vikuna sem endar á opnu húsi í skólanum þar sem afrakstur vinnunnar er …

Starfsbraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Starfsbraut MB hefur verið að færa út kvíarnar og þannig stækkað í samræmi við fjölgun nemenda á brautinni. Hafa nemendur unnið að því að útbúa rými við hlið starfsbrautarstofunnar til að gera það að hlýlegu og notalegu lærdómsrými. Það lék algjörlega í höndum nemenda að setja saman Ikea húsgögn sem samvinnuverkefni og koma sér saman um uppröðun, skipulag og útlit …

Metfjöldi nemenda í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sú ánægjulega staða er í MB þetta skólaárið að þann  26. ágúst eru skráðir 205 nemendur í nám við skólann og þar af  57 nýnemar. Um er að ræða metfjölda í skráningum nemenda frá upphafi og mikil gleði yfir þessari frábæru aðsókn. Um 30% nemenda er skráð í fjarnám við MB en  því miður þurfti að hafna einhverjum nemendum um …

Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og síðustu ár mun Borgarbyggð opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenningi þannig að öll geta keypt sér far með bílunum.  Í vetur verða bílarnir opnir alla virka daga þegar starfræktur er grunnskóli í GB eða GBF. Nemendum býðst að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja, þaðan með sérferð í Borgarnes með viðkomu á Hvanneyri. Bíllinn kemur …

Upphaf skóla

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag mánudaginn 16. ágúst, var móttaka nýnema hér í MB, dagurinn gekk ljómandi vel og afskaplega gaman að sjá alla glaða, spennta og pínu stressaða hér í dag. Kennsla hefst svo á mánudaginn klukkan 09:00. Það er að mörgu að hyggja við upphaf skóla og ekki síst hjá nýnemum. Það er mikilvægt að allir nemendur og foreldrar/forráðamenn kynni sé …

FJÖRIÐ ER AÐ BYRJA

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við bendum nemendum MB á að í dag hefur verið opnað fyrir stundaskrár í INNU. Allir nemendur og forráðamenn átján ára og yngri geta séð stundaskrá með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, sjá tengil hér; https://inna.is/ Nýnemar mæta í skólann föstudaginn 16da ágúst klukkan 10:00 – 12:00, við hvetjum alla nýnema að mæta með tölvu strax fyrsta …