Upphaf skólastarfs

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband. Kennarar eru að vinna að undirbúningi …

Ráðning í skapandi rými

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Á vordögum auglýsti MB lausa til umsóknar stöðu umsjónaraðila Kviku. Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Kvikan mun einnig vera opin almenningi og öðrum skólastigum eins …

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB til þróunar námsefnis fyrir STEAM nám og kennslu. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar fékk úthlutað veglegum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á dögunum. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.  Menntaskóli Borgarfjarðar sóttist eftir styrk til að  stofna og reka fjölnota skapandi rými sem ber vinnuheitið Kvikan. Kvikan á að styðja við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og …

Útskrift 2022

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …

Viljayfirlýsing

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Í dag skrifaði Ásmundur Einar Daðason undir formlega yfirlýsingu um stuðning ráðuneytisins við skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar. Með því er Mennta- og barnamálaráðherra að sýna í verki hversu mikilvægt hann telur að styðja við og fjármagna frumkvæði og nýsköpun í skólastarfi. MB vinnur að skólaþróunarverkefninu Menntun fyrir störf framtíðar og hluti af því verkefni er að innleiða STEAM nám og kennslu …

Brautskráning

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar   Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.    Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …

Laust starf spænskukennara

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats.  Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …