Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.
Umsjónarmaður skapandi rýmis
Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022. Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …
Laust starf spænskukennara
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats. Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …
Fjarkennsla á morgun 7.2
Kæru nemendur MB. Í ljósi rauðrar viðvörunar og almennrar skynsemi ætlum við í MB að hafa kennslu í formi fjarnáms á morgun mánudag. Kennarar munu senda ykkur upplýsingar, í gegnum kennslukerfið um fjarfund. Tekin verður mæting líkt og um væri að ræða hefðbundna kennslustund. Förum varlega og nýtum tímann vel á okkar heimili við lærdóm.
Skólaþróun í MB
Um leið og við í MB óskum öllum gleðilegs árs og friðar viljum við upplýsa um stöðu á skólaþróunarverkefninu okkar. Margt af því sem hingað til hafa verið tillögur er að verða að veruleika og stikla ég á stóru hér að neðan hvað það varðar. Þar ber fyrst að nefna að Lífsnámið sem fer af stað núna á vorönn og …
EGLA 2021
Sjöunda tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, viðtöl við íþróttahetjur í héraði, umfjöllun um félagslíf og áfram mætti telja. Ritstjórn Eglu 2021 skipa fimm kraftmiklar stúlkur, Elisabeth Ýr Mosbech Egilsd. Ritstýra, Unnur Björg Ómarsdóttir Markaðsstjóri, Freyja Ebba Halldórsdóttir Greinastjóri, Þórunn Tinna Jóhannsdóttir Meðstjórnandi, Eygló Sól Pálsdóttir Meðstjórnandi.Þeim til aðstoðar var …
Átta nemendur útskrifast frá MB
Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á …
Skólaþróun í MB
Menntun fyrir störf framtíðar í Menntaskóla Borgarfjarðar Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli og gefur ekkert eftir í því markmiði sínu. Í fyrra vor skipulagði skólinn ráðstefnu sem bar heitið “Menntun fyrir störf framtíðarinnar.” Ráðstefnan endurspeglaði á margan hátt það sem fullrúar atvinnulífs á Íslandi og OECD telja vera mikilvæga hæfni fyrir framtíðina …
Fjarnám við MB haustið 2021
Við í MB bendum á að enn er opið er fyrir umsóknir í fjarnám hjá MB Fjarnám í MB er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt. Í fjarnámi hafa nemendur aðgang að kennara sínum í gegnum tölvusamskipti og öllu efni er miðlað á vefumsjónarkerfi. Verkefni eru þannig sett inn á kennslukerfi (Moodle) skólans sem …