Kennsla / vinnustofur

Við í MB höfum frá því að takmarkanir á skólahaldi hófust haft það að leiðarljósi að leita allra leiða til að koma til móts við ykkur nemendur á sem persónulegastan máta og hægt er. Þannig munum við vinna áfram Miðað við þær reglur sem taka gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóv  þá höfum við ákveðið að breyta um takt …

Skólahald næstu viku

Skólahald næstu viku mun verða með aðeins breyttu sniði. Áfram verða sömu áfangar kenndir í staðnámi.  Hinsvegar munu kennarar í þeim fögum einnig hafa „opið“ á TEAMS þannig að hægt er að fylgjast með kennslustundum yfir netið. Ef nemendur óska eftir því að fá að sitja þessa  áfanga heima en ekki mæta á staðinn þarf að sækja um það sérstaklega …

Breyting á skóladagatali

Frá stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar hefur skólinn verið með námsmat í formi leiðsagnarmats.  Í upphafi var þetta ein sérstaða  skólans, en mjög margir skólar hafa hinsvegar farið þessa leið síðustu ár. Markmiðið með  leiðsagnarmati er að gera nemendur meðvitaða um það sem þeir læra, hvernig þeir læra og hvað er ætlast til af þeim. Leiðsagnarmat byggist því á góðri umsögn frá kennurum, …

Skólahald næstu viku

Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti. Fyrst af öllu hvet ég ykkur kæru nemendur til að  fylgja leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, og virða gildandi takmarkanir. Nú reynir á að við stöndum saman og bregðumst við. Samhliða auknu viðbúnaðarstigi hafa verið gefnar …

Frekari takmarkanir á skólahaldi

Sóttvarnarlæknir hefur lagt fram nýjar tillögur um hertar aðgerðir vegna aukinna fjölda COVID-19 smita. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif þær koma til með að  hafa á skólastarfið okkar í MB og við bíðum eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðis og menntamálayfirvöldum. Nánari upplýsingar verða birtar seinnipartinn á morgun fjórða október. Kær kveðja úr MB

Bjarni Freyr í söngkeppni framhaldsskólanna

Bjarni Freyr Gunnarsson er fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar í Söngkeppni framhaldsskólanna. Bjarni mun flytja lagið Valerie sem er frægast í flutningi Amy  Winehouse. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Kópavogi á laugardagskvöld. Keppendurkoma fram í sal án áhorfenda. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Hún hefst klukkan 20:00 Við í MB sendum Bjarna góða strauma og hvetjum alla til að fylgjast …

Leikskólaheimsókn

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun.  Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum. Hluti af viðfangsefnum  nemenda í Íþróttafræði er þjálfun barna, hreyfi og sálrænn þroski barna og hlutverk þjálfarans. Eitt verkefna nemenda er að  útbúa hreyfistund fyrir krakka á leikskóla aldri. Nemendur …

Grímuskylda

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hefur hefur smitum vegna kórónu­veirunnar fjölgað verulega síðustu daga. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta. Það er aldrei of oft sagt að „við erum almannavarnir“. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis munum við grípa til enn frekari aðgerða sóttvarna en verið hefur. Við viljum að allir, bæði …

Covid – 19

Skólahald í MB hefur gengið vel síðustu vikur þrátt fyrir þær takmarkanir sem við búum við vegna COVID- 19.  Það er ekki sjálfgefið að hér í skólanum stundi allir nám í húsnæði skólans og fái persónulega leiðsögn kennara í kennslustofu.   Tíðindi síðustu daga um fjölgun sýktra einstaklinga á Íslandi  minna okkur  illþyrmilega á að veiran er til staðar og …

MB og Síminn í samstarf

                    Menntaskóli Borgarfjarðar og Síminn hafa sett af stað samvinnuverkefnið „Síminn skapar tækifæri fyrir sitt fólk“ . Markmið þessa verkefnis er að styðja við starfsfólks Símans til að afla sér frekari menntunar. Starfsfólk Símans sem ekki hefur lokið formlegu námi (stúdentsprófi eða iðnnámi) geta nú skrá sig í fjarnám við MB og …