Rótarý styrkir KVIKU

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

  Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans. Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur  það hlutverk …

Mikill og góður áfangi í dag.

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Fyrsta kennslustund í STEAM áföngum skólans var klukkan 14:00. Allir nemendur skólans taka þrjá STEAM áfanga. En STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru samþættar og er eðli STEAM náms og kennslu að byggja á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum verkefni sem eru þverfagleg og geta byggt á áhugasviði nemenda sjálfra. Efnis þættir þessa fyrsta …

Við áramót

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Við áramót er eðlilegt að  einstaklingar og í okkar tilfelli skóli lítum  yfir farinn veg, horfum til baka og vegum og metum það sem gerst hefur. Það er okkur hollt að taka þetta saman til að átta okkur enn frekar á okkar umhverfi og stöðu og ekki síst til að leggja grunn að því sem koma skal og ákveða næstu …

Samningur vegna Kviku

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

              Þann 21. desember var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar vegna aðgengis stofnana sveitarfélagsins að Kviku – skapandi rými í MB. Samningurinn gildir í fimm ár og gerir stofnunum Borgarbyggðar kleift á að bóka tíma í Kviku og nota aðstöðuna sem er til staðar með aðstoð umsjónarmanns Kviku. Eins og flestir vita …

Íslensku menntaverðlaunin

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

 Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember. Þar fékk Menntaskóli Borgarfjarðar hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Menntaskóli Borgarfjarðar fór í gerð þessara breytinga með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir líf og störf í síbreytilegu samfélagi. Stóru málin í heiminum eins og fjórðu iðnbyltinguna, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um …

KVIKA

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Nú er allt komið á fulla verð í Kvikunni. Aðstaðan og aðbúnaðurinn eru orðin ansi vegleg. Nemendur eru farnir að spreyta sig í 3D prentun, vínyl- og laserskurði ásamt því að nota hljóð- og myndverið. Hvetjum sem flesta að koma og nýta sér þessa frábæru og skemmtilegu aðstöðu.

Bygging Nemendagarða

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Í dag skrifuðu formenn stjórna Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar undir viljayfirlýsingu í tengslum við verkefnið Borgarbraut 63 – uppbygging íbúðarhúsnæðis og nemendagarða. Skipulagsvinna er í gangi af hálfu skipulagsyfirvalda í Borgarbyggð að því svæði sem lóðin stendur á og mun þeirri vinnu ljúka á allra næstu dögum og vikum. Í yfirlýsingunni kemur fram „Við erum sammála um að fyrir lok …

Almenningssamgöngur

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Líkt og skólaárið 2021 – 2022 mun Borgarbyggð  opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenning þannig að almenningur geti keypt sér far með bílunum.  Þá verða teknar upp morgunferðir alla virka daga yfir vetrartímann frá Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarnes. Nemendum býðst því áfram að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja eða Varmalands og þaðan verður farið kl: …

Upphaf skólastarfs

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband. Kennarar eru að vinna að undirbúningi …