Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við …
Skóladagatal 2023 – 2024
Hér má nálgast skóladagatal fyrir skólaárið 2023 – 2024 Sjá hér
Brautskráning 2023
Föstudaginn 26. maí voru 40 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Elinóra minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi en samt bara byrjunin. Elinóra sagði „…en það mikilvægasta sem að við höfum lært á menntaskólaárunum er ef til vill eitthvað allt annað. Að læra að vinna fyrir hlutunum, að læra …
Brautskráning 26. maí
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar 2023 verður föstudaginn 26. maí klukkan 14:00 Útskriftarefni eru beðin um að mæta í skólann klukkan 12:30. Dagskrá kemur síðar.
Laus störf
Lausar eru til umsóknar kennarastöður við MB. Sjá nánar hér! https://alfred.is/vinnustadir/menntaskoli-borgarfjardar/storf
Frábær styrkur til KVIKU
Stór hópur kvenna sem eru starfandi í kvenfélögum í Borgarfirði komu í heimsókn hingað í MB á dögunum. Tilefnið var að félögin ásamt Sambandi Borgfiskra kvenna færðu MB höfðinglega styrki til uppbyggingar Kviku – skapandi rými. Frábær viðurkenning fyrir okkur í MB að kvenfélögin sem til er stofnað með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, …
Rótarý styrkir KVIKU
Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans. Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur það hlutverk …
Mikill og góður áfangi í dag.
Fyrsta kennslustund í STEAM áföngum skólans var klukkan 14:00. Allir nemendur skólans taka þrjá STEAM áfanga. En STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru samþættar og er eðli STEAM náms og kennslu að byggja á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum verkefni sem eru þverfagleg og geta byggt á áhugasviði nemenda sjálfra. Efnis þættir þessa fyrsta …
Við áramót
Við áramót er eðlilegt að einstaklingar og í okkar tilfelli skóli lítum yfir farinn veg, horfum til baka og vegum og metum það sem gerst hefur. Það er okkur hollt að taka þetta saman til að átta okkur enn frekar á okkar umhverfi og stöðu og ekki síst til að leggja grunn að því sem koma skal og ákveða næstu …
Samningur vegna Kviku
Þann 21. desember var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar vegna aðgengis stofnana sveitarfélagsins að Kviku – skapandi rými í MB. Samningurinn gildir í fimm ár og gerir stofnunum Borgarbyggðar kleift á að bóka tíma í Kviku og nota aðstöðuna sem er til staðar með aðstoð umsjónarmanns Kviku. Eins og flestir vita …