Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Brautskráning 2024

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 24. maí voru 34 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Kolbrún Líf Lárudóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Kolbrún hvatti samnemendur sína til að fagna deginum og sagði meðal annars „Þessi þrjú ár sem að ég að ég hef verið í MB hafa verið krefjandi, fjölbreytt, skemmtilegt en fyrst og fremst stútfull af æðislegum minningum og upplifunum. Ég held …

Náms og skemmtiferð til Dublin

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Dagana 24.- 28. apríl lagði 18 manna hópur starfsfólks MB, auk nokkurra maka, í námsferð til Dublin á Írlandi með það meginmarkmið að heimsækja skóla og stofnanir ásamt því að eiga góða daga saman. KVAN – travel skipulagði ferðina með okkur. Flogið var út snemma á miðvikudagsmorgni og þann dag var farið í heimsókn í ráðuneyti menntamála í Dublin. Þar …

Ráðstefna þann 17. apríl 2024

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Áhersla á STEM og STEAM nám og kennslu Sjá nánar hér! Nýsköpun í skólastarfi – Menntaskóli Borgarfjarðar (menntaborg.is)

Kennslustjóri á Starfsbraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kennslustjóri starfsbrautar hefur umsjón með faglegu starfi á Starfsbraut ásamt kennslu á brautinni. Með umsjón er átt við skipulagningu, samhæfingu og verkefnastjórnun á starfsbraut. Á starfsbraut er boðið upp á nám fyrir nemendur sem hafa greiningu fagaðila og geta ekki nýtt sér að fullu almennt nám framhaldsskóla. Markmið starfs á Starfsbraut er að bjóða upp á nám við hæfi bæði …

Við óskum eftir samstarfi.

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nemendum við Menntaskóla Borgarfjarðar hefur fjölgað verulega síðustu ár, ekki síst staðnemum. Þetta er ánægjuleg þróun og sérlega ánægjulegt að hingað sækja nemendur sem ekki eiga heimili í Borgarbyggð og þurfa annaðhvort að treysta á almenningssamgöngur eða að finna sér húsnæði í næsta nágrenni.  Hér í Borgarnesi eru búsettir núna á vorönn milli 15 og  20 nemendur annaðhvort í  húsnæði …

Hluthafafundur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fundarboð Boðað er til hluthafafundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 16. febrúar 2024  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Dagskrá Ákvörðun aðalfundar um kjör stjórnarmanna frá dags: 14.4.2023 borin undir fundarmenn til staðfestingar. Önnur mál löglega borin upp Borgarnesi  8. febrúar 2024 _______________________________ Bragi Þór Svavarsson, skólameistari

Annáll 2023

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fyrst af öllu langar mig til að þakka nemendum, foreldrum og forráðamönnum, stjórn og ekki síst samstarfsfólki í MB fyrir frábært samstarf á árinu. Sá mikli samhugur sem einkennir skólasamfélagið er gríðarlega mikils virði og gerir það að verkum að skólinn er reiðubúinn til að takast á við áskoranir og gera úr þeim tækifæri. Við áramót er öllum hollt að …

Útskrift haustönn 2023

Bragi Þór SvavarssonFréttir

10 nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum og njóta samveru með starfsfólki. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og …

Innritun lokið

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við …