Ráðning í skapandi rými

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Á vordögum auglýsti MB lausa til umsóknar stöðu umsjónaraðila Kviku. Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Kvikan mun einnig vera opin almenningi og öðrum skólastigum eins …

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB til þróunar námsefnis fyrir STEAM nám og kennslu. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar fékk úthlutað veglegum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á dögunum. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.  Menntaskóli Borgarfjarðar sóttist eftir styrk til að  stofna og reka fjölnota skapandi rými sem ber vinnuheitið Kvikan. Kvikan á að styðja við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og …

Útskrift 2022

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …

Viljayfirlýsing

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Í dag skrifaði Ásmundur Einar Daðason undir formlega yfirlýsingu um stuðning ráðuneytisins við skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar. Með því er Mennta- og barnamálaráðherra að sýna í verki hversu mikilvægt hann telur að styðja við og fjármagna frumkvæði og nýsköpun í skólastarfi. MB vinnur að skólaþróunarverkefninu Menntun fyrir störf framtíðar og hluti af því verkefni er að innleiða STEAM nám og kennslu …

Brautskráning

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar   Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.    Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …

Laust starf spænskukennara

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats.  Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …

Fjarkennsla á morgun 7.2

Bragi Þór Svavarsson Fréttir

Kæru nemendur MB. Í ljósi rauðrar viðvörunar og almennrar skynsemi ætlum við í MB að hafa kennslu í formi fjarnáms á morgun mánudag. Kennarar munu senda ykkur upplýsingar, í gegnum kennslukerfið um fjarfund. Tekin verður mæting líkt og um væri að ræða hefðbundna kennslustund.   Förum varlega og nýtum tímann vel á okkar heimili við lærdóm.