Kosningar í stjórn Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2025 – 2026 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Sigurðsson formaður, Guðmundur Bragi Borgarsson gjaldkeri, Guðný Óladóttir skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Þóru Kolbrúnu Ólafsdóttur. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið …
Útivistarferð á haustönn 2025
Á haustönn er kenndur áfanginn Útivist og þar er viðfangsefnið gönguferðir og undirbúningur þeirra. Þriðjudaginn 2. september sl. fóru 16 nemendur ásamt kennurum (Bjarna og Sössa) í útivistarferð á vegum MB. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð. Fyrri daginn var gengið upp með Gljúfurá um 10 km. leið að Langavatni. Gist var í leitarmannaskálanum Torfhvalastöðum við Langavatn. Seinni …
Innritun í fjarnám MB á haustönn er lokið
Innritun í fjarnám fyrir haustönn 2025 er lokið og viljum við þakka innilega fyrir þann mikla áhuga sem skólanum hefur verið sýndur. Fullsetið er nú í þá áfanga sem skólinn býður upp á.
Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið bragi@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við umsjónarmann húsnæðis í gegnum netfangið hjalmaklettur@menntaborg.is
Ný stjórn NMB
Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2025 – 2026 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Arnberg Sigurðsson formaður, Marta Lukka Magnúsdóttir ritari, Guðný Óladóttir skemmtanastjóri og Guðmundur Bragi Borgarsson gjaldkeri. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.
Innritun á haustönn 2025
Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 25. apríl til og með 10. júní. Skráning fer fram rafrænt á innritun.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700 Innritun eldri nema stendur frá 14. mars til og með 26. maí 2025. Skráning fer fram rafrænt á innritun.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans …
Ungir frumkvöðlar í MB
Um síðast liðna helgi tóku þær Rakel Ösp, Sunneva og Viktoria þátt í Ungir frumkvöðlar – vörumessa 2025, þar sem þær kynntu vöru sína TónLjós. TónLjós byrjaði sem verkefni í STÍM áfanga en þróaðist í átt að viðskiptahugmynd, þar sem hugmyndin var að búa til kerti í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Kynningin tókst afar vel og voru stelpurnar mjög ánægðar …
Gleðilega páska – páskaleyfi
Páskafrí frá 14. apríl til 21. apríl. Kennsla hefst samkv. stundaskrá 22. apríl. Við óskum nemendum og starfsfólki gleðilegra páska.
Mín framtíð
MB tekur þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð sem jafnframt er Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þessi spennandi viðburður er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er frábært tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana og spjalla við nemendur grunnskóla. Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn. Kynning …
Lífsnámsvika
Lífsnámsvika – 3. – 7. mars. Þema vikunnar er geðheilbrigði, hreyfing og næring. Nemendur kynnast ýmsum þáttum sem tengjast geðheilsu, geðvernd og forvörnum. Unnið verður með mikilvægi góðra lifnaðarhátta s.s. hreyfingu, næringu og svefn og tengsl þeirra við geðheilsu fólks. Einnig verður lögð áhersla á þá þætti sem stuðla að góðri líðan og eflingu sjálfsmyndar.