Innritun á haustönn 2025

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 25. apríl til og með 10. júní. Skráning fer fram rafrænt á innritun.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700 Innritun eldri nema stendur frá 14. mars til og með 26. maí 2025. Skráning fer fram rafrænt á innritun.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans …

Ungir frumkvöðlar í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Um síðast liðna helgi tóku þær Rakel Ösp, Sunneva og Viktoria þátt í Ungir frumkvöðlar – vörumessa 2025, þar sem þær kynntu vöru sína TónLjós. TónLjós byrjaði sem verkefni í STÍM áfanga en þróaðist í átt að viðskiptahugmynd, þar sem hugmyndin var að búa til kerti í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Kynningin tókst afar vel og voru stelpurnar mjög ánægðar …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Páskafrí frá 14. apríl til 21. apríl.  Kennsla hefst samkv. stundaskrá 22. apríl. Við óskum nemendum og starfsfólki gleðilegra páska.  

Mín framtíð

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

MB tekur þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð sem jafnframt er Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þessi spennandi viðburður er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er frábært tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana og spjalla við nemendur grunnskóla.  Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn.   Kynning …

Lífsnámsvika

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Lífsnámsvika – 3. – 7. mars.  Þema vikunnar er geðheilbrigði, hreyfing og næring. Nemendur kynnast ýmsum þáttum sem tengjast geðheilsu, geðvernd og forvörnum. Unnið verður með mikilvægi góðra lifnaðarhátta s.s. hreyfingu, næringu og svefn og tengsl þeirra við geðheilsu fólks. Einnig verður lögð áhersla á þá þætti sem stuðla að góðri líðan og eflingu sjálfsmyndar.

Lokaverkefni – málstofa

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …

Fyrirlestur – nikótín og skaðsemi þess

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur MB hlýddu á frábæran fyrirlestur um nikótínpúða og veip og skaðsemi þess. Rætt um fíknina og bent á leiðir til að fá aðstoð við að hætta notkun nikótíns og hvað sé hægt að gera til að minnka líkurnar á því prófa þessi efni. Fyrirlesarinn Andrea Ýr frá Heilsulausnir kom til okkar í boði Krabbameinsfélag Borgarfjarðar og þökkum við kærlega …

Árshátíð NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðleg þriðjudagskvöldið 11. febrúar. Veislustjóri var Jón Jósep Snæbjörnsson eða Jónsi í Svörtum fötum eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi.  Foreldrar sáu um veitingarnar, framreiðslu og  frágang eins og hefð er fyrir. Skemmtiatriði voru af ýmsum toga, nemendur sýndu myndband þar sem gert var góðlátlegt …

Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst 1. febrúar og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á innritun.is  Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum  er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Einnig eru þeir velkomnir  að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.

Útivistarferð MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Á vorönn 2025 er kenndur áfanginn Útivist í snjó. Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. 37 nemendur ásamt …