Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst 1. febrúar og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á innritun.is Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Einnig eru þeir velkomnir að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.
Útivistarferð MB
Á vorönn 2025 er kenndur áfanginn Útivist í snjó. Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. 37 nemendur ásamt …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. desember til 3. janúar. Hafa má samband við skólann á netfangið menntaborg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 6. janúar kl. 9:00 samkvæmt stundaskrá.
Jólamatur
Sú hefð er í heiðri höfð í MB að á síðustu dögum fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Sólrún og Rakel framreiða af stakri snilld (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).
Skuggakosningar – lýðræði
Í dag komu frambjóðendur stjórnmálaflokka í heimsókn og hittu nemendur á einskonar hraðstefnumóti, fóru milli borða og kynntu fyrir nemendum helstu áherslumál síns flokks og spjölluðu við nemendur um allt milli himins og jarðar. Eftir heimsókn framboðana voru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks …
Innritun á vorönn 2025
Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2025 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700
Lokaverkefni – málstofa
Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. langtímaáhrif áfalla, áhrif kvíða á frammistöðu í íþróttum, heilsa bandarískra barna, einhverfa, áfallastreituröskun, ofbeldi í nánum samböndum, háþrýstingur, þróun bílsins, íslenski hesturinn o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var þriðjudaginn 1. október sl. Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og …
Ný stjórn NMB
Kosningar í stjórn Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2024 – 2025 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Sigurðsson formaður, Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri, Eiríkur Frímann Jónsson skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Grétar Jónatan Pálmason. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið …
Lokað fyrir skráningu í fjarnám
Við höfum nú lokað fyrir skráningu í fjarnám þar sem orðið er fullt í áföngum. Við þökkum frábærar móttökur og hlökkum til samstarfsins í vetur.
10 ára stúdentar MB – heimsókn
Í gær heimsóttu okkur, í MB, fulltrúar 10 ára stúdenta. Okkur fannst nú eins og þau hafi rétt verið að klára síðustu verkefnin, svona líður tíminn. Það var reglulega ánægjulegt að hitta þessa frábæru fyrrverandi nemendur MB. Skólinn stefnir að því, í samvinnu við útskrifaða nemendur, að halda góðum tengslum við sína fyrrverandi nemendur og hittast reglulega á a.mk. 10 …