Skólabyrjun

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Nýnemar eru beðnir um að hafa tölvur með sér í skólann. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) mánudaginn 20. ágúst. Bókalista haustannar má finna á …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642

Heilbrigðisritarabraut í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar vinnur um þessar mundir að uppsetningu heilbrigðisritarabrautar í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla.  Ráðgert er að hefja kennslu á brautinni á haustönn 2018. Heilbrigðisritarabraut er 120 framhaldsskólaeiningar og eru námslok á 2. hæfniþrepi.  Sá sem lýkur námi á heilbrigðisritarabraut hefur undirbúning fyrir ritarastörf á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Hluti námsins fer fram í dagskóla eða fjarnámi …

Steinþór Logi dúx við brautskráningu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 27 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþróttafræðibraut bæði af félagsfræða- og náttúrufræðasviði og af opinni braut. Hæstur á stúdentsprófi að þessu sinni var Steinþór Logi Arnarsson. Steinþór fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi og vandaðasta lokaverkefnið. Svava Sjöfn …

Innritun á haustönn 2018

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 6. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum …

Brautskráning MB 2018

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Á morgun, föstudaginn 25. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst kl. 14 á sal skólans.

Erasmus+ verkefni – Get a grip!

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Þrír erlendir skólar hafa verið í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar þessa vikuna, frá Skotlandi, Hollandi og Spáni. Fimm nemendur og tveir kennarar komu frá hverju landi en nemendur eru að vinna að Erasmus+ verkefni ásamt tólf nemendum í MB. Verkefnið ber heitið Get a grip! og fjallar um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Hvert land hefur sitt þema Holland vatn, Ísland …

Dimmission í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir. Útskrift verður föstudaginn …

Samstarf MB og Nannestad Videregående skole

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í Nannestad í Noregi, ekki svo langt frá Osló. MB á í samstarfi við Nannestad og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur MB heimsækja skólann. Ferðin er hluti af samstarfi á sviði sögu og bókmennta, sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna pylsugerð, grill, …

Heimsókn 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í dag tóku kennarar og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar á móti nemendum 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar. Nemendurnir fengu kynningu á námsframboði, námsbrautum og stöku áföngum. Nemendur völdu sér áfanga sem þeir höfðu áhuga á að kynna sér frekar, tóku þátt í kennslustundum og unnu einstaka verkefni. Það var mjög ánægjulegt að fá þetta frábæra unga fólk í heimsókn í MB.