Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húsnæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Brákarhlíð Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð …
Gleðilega páska – páskaleyfi
Páskafrí frá 14. apríl til 21. apríl. Kennsla hefst samkv. stundaskrá 22. apríl. Við óskum nemendum og starfsfólki gleðilegra páska.
Ungir frumkvöðlar í MB
Um síðast liðna helgi tóku þær Rakel Ösp, Sunneva og Viktoria þátt í Ungir frumkvöðlar – vörumessa 2025, þar sem þær kynntu vöru sína TónLjós. TónLjós byrjaði sem verkefni í STÍM áfanga en þróaðist í átt að viðskiptahugmynd, þar sem hugmyndin var að búa til kerti í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Kynningin tókst afar vel og voru stelpurnar mjög ánægðar …
Innritun á haustönn 2025
Innritun eldri nemenda sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 14. mars og lýkur mánudaginn 26. maí. Innritað er á www.menntagatt.is
ERASMUS heimsókn
STEAM áhuginn liggur víða og í þessari viku tökum við á móti áhugasömum nemendum og kennurum frá Portúgal sem vilja kynnast STEAM þróuninni í MB, skiptast á reynslusögum og vinna saman að verkefnum. Það er ómetanlegt fyrir bæði nemendur og kennara í MB að fá tækifæri til að segja frá og sýna okkar sterku hliðar. Það er ekki síður mikilvægt …
Mín framtíð
MB tekur þátt í framhaldsskólakynningunni Mín framtíð sem jafnframt er Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þessi spennandi viðburður er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er frábært tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana og spjalla við nemendur grunnskóla. Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn. Kynning …
Lífsnámsvika
Lífsnámsvika – 3. – 7. mars. Þema vikunnar er geðheilbrigði, hreyfing og næring. Nemendur kynnast ýmsum þáttum sem tengjast geðheilsu, geðvernd og forvörnum. Unnið verður með mikilvægi góðra lifnaðarhátta s.s. hreyfingu, næringu og svefn og tengsl þeirra við geðheilsu fólks. Einnig verður lögð áhersla á þá þætti sem stuðla að góðri líðan og eflingu sjálfsmyndar.
Aðalfundur MB
Stund: Mánudaginn 7. apríl 2025 kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning eins stjórnarmanns í stjórn, vegna afsagnar úr stjórn skv gr. 3.2.3 í samþykktum félagsins Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. …
Lokaverkefni – málstofa
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …
Fyrirlestur – nikótín og skaðsemi þess
Nemendur MB hlýddu á frábæran fyrirlestur um nikótínpúða og veip og skaðsemi þess. Rætt um fíknina og bent á leiðir til að fá aðstoð við að hætta notkun nikótíns og hvað sé hægt að gera til að minnka líkurnar á því prófa þessi efni. Fyrirlesarinn Andrea Ýr frá Heilsulausnir kom til okkar í boði Krabbameinsfélag Borgarfjarðar og þökkum við kærlega …