Jólaleyfi – lokun skrifstofu

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. desember til  3. janúar. Hafa má samband við skólann á netfangið menntaborg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 6. janúar kl. 9:00 samkvæmt stundaskrá.

Jólamatur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sú hefð er í heiðri höfð í MB að á síðustu dögum fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Sólrún og Rakel framreiða af stakri snilld (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).

Skuggakosningar – lýðræði

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag komu frambjóðendur stjórnmálaflokka í heimsókn og hittu nemendur á einskonar hraðstefnumóti, fóru milli borða og kynntu fyrir nemendum helstu áherslumál síns flokks og spjölluðu við nemendur um allt milli himins og jarðar.  Eftir heimsókn framboðana voru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks …

Innritun á vorönn 2025

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2025 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Westside

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á fimmtudaginn sl. lauk hinu árlega WestSide sem haldið var  hér Borgarnesi og allur undirbúningur á hendi NMB.  West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Nemendur skólanna, keppa og gleðjast saman í  fótbolta, körfubolta, bandý og blaki og loks var spurningakeppni. Það bar helst til tíðinda að  MB bar …

Lífsnám – ALLSKYNS

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og undanfarin skólalár fer fram svokölluð lífsnámsvika í MB þar sem allir staðnemar skólans vinna að ákveðnu þema og er þema haustannar 2024 ,,Allskyns” með áherslu á  kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og samskipti. Nemendur vinna saman í hópum, þvert á árganga, að ákveðnum verkefnum tengdum þemanu alla vikuna sem endar á opnu húsi í skólanum þar sem afrakstur vinnunnar er …

Lokaverkefni – málstofa

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. langtímaáhrif áfalla, áhrif kvíða á frammistöðu í íþróttum, heilsa bandarískra barna, einhverfa, áfallastreituröskun, ofbeldi í nánum samböndum, háþrýstingur, þróun bílsins, íslenski hesturinn o.fl.  Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofu sem haldin var þriðjudaginn 1. október sl.  Kynningarnar voru afar góðar, áhugaverðar og …

Starfsbraut

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Starfsbraut MB hefur verið að færa út kvíarnar og þannig stækkað í samræmi við fjölgun nemenda á brautinni. Hafa nemendur unnið að því að útbúa rými við hlið starfsbrautarstofunnar til að gera það að hlýlegu og notalegu lærdómsrými. Það lék algjörlega í höndum nemenda að setja saman Ikea húsgögn sem samvinnuverkefni og koma sér saman um uppröðun, skipulag og útlit …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2024 – 2025 fóru fram á vordögum. Nýju stjórnina skipa þau Ernir Daði Sigurðsson formaður, Jónas Bjarki Reynisson gjaldkeri, Eiríkur Frímann Jónsson skemmtanastjóri og Marta Lukka Magnúsdóttir ritari. Nú í skólabyrjun var svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema – Grétar Jónatan Pálmason. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið …

Metfjöldi nemenda í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sú ánægjulega staða er í MB þetta skólaárið að þann  26. ágúst eru skráðir 205 nemendur í nám við skólann og þar af  57 nýnemar. Um er að ræða metfjölda í skráningum nemenda frá upphafi og mikil gleði yfir þessari frábæru aðsókn. Um 30% nemenda er skráð í fjarnám við MB en  því miður þurfti að hafna einhverjum nemendum um …