Opið er fyrir innritun eldri nema, nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Innritun stendur yfir frá 27. apríl til 1. júní. Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um innritun á skrifstofu skólans í síma 433-7700. Fjarnám: Áfangar í boði https://menntaborg.is/namid/dreifnam/
Dimmission í dag
Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með starfsfólki í skólanum. Eftir morgunmatinn var svo frumsýning á frábæru myndbandi útskriftarhópsins. Síðan var haldið í höfuðborgina þar sem gleðin heldur áfram!
Laus störf
Lausar eru til umsóknar kennarastöður við MB. Sjá nánar hér! https://alfred.is/vinnustadir/menntaskoli-borgarfjardar/storf
Frábær styrkur til KVIKU
Stór hópur kvenna sem eru starfandi í kvenfélögum í Borgarfirði komu í heimsókn hingað í MB á dögunum. Tilefnið var að félögin ásamt Sambandi Borgfiskra kvenna færðu MB höfðinglega styrki til uppbyggingar Kviku – skapandi rými. Frábær viðurkenning fyrir okkur í MB að kvenfélögin sem til er stofnað með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, …
Aðalfundur MB
Hér með er boðað til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar Stund: Föstudaginn 14. apríl nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna …aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða …
Lokaverkefni nemenda
Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna þunglyndi, Crohns sjúkdómurinn, heimsveldi Harry Potter bókanna, Stephen Hawking, áhrif gæludýra á andlega heilsu, hreyfing og styrktarþjálfun aldraðra, vegjagigt, svefn, menning Póllands, meetoo bylting í Hollywood, saga íslensku lopapeysunnar, saga tölvuleikja, Ford Mustang, konur og ADHD, ófrjósemi kvenna, áráttu- og þráhyggjuröskun, kvíði o.fl. …
Lífsnám MB – opið hús
Í þessari viku höfum við lagt hefðbundið nám til hliðar og nemendur okkar unnið að ýmsum verkefnum tengt SJÁLFBÆRNI. Í morgun fimmtudag, á lokadegi Lífsnámsvikunnar munu nemendur kynna verkefni sín sem tengjast öll viðfangsefni vikunnar. Ásamt því munu nemendur í STEAM sýna fjölbreyttan afrakstur verkefna sinna sem sækja mörg innblástur í verk Ólafs Elíassonar. Verkefnin sem verða til sýnis eru …
Innritun á starfsbraut
Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst í dag 1. febrúar og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Einnig eru þeir velkomnir að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.
Rótarý styrkir KVIKU
Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans. Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur það hlutverk …
Mikill og góður áfangi í dag.
Fyrsta kennslustund í STEAM áföngum skólans var klukkan 14:00. Allir nemendur skólans taka þrjá STEAM áfanga. En STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru samþættar og er eðli STEAM náms og kennslu að byggja á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum verkefni sem eru þverfagleg og geta byggt á áhugasviði nemenda sjálfra. Efnis þættir þessa fyrsta …