Lið MB mætir liði FB í fyrri umferð Gettu betur

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á morgun 10. janúar kl. 20:00 á Rás 2.  Lið MB skipa þau Kristján Guðmundsson, Snæþór Bjarki Jónsson og Svava Björk Pétursdóttir.

Skólastarf á vorönn 2018

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 5. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 5. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu fimmtudaginn 4. janúar 2018. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar. …

Jólaleyfi – lokun skrifstofu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til  3. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Sex nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Sex nemendur, Ágúst Vilberg Jóhannsson, Ásbjörn Baldvinsson, Darja Kozlova, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, Styrmir Ingi Stefánsson og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir,  útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 21. desember.  Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur. Á myndinni má sjá Ásbjörn, Darju og Svövu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.

Jólapeysudagur í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Árlegi jólapeysudagur MB er í dag. Af því tilefni mættu nemendur og starfsfólk í sínum uppáhaldsjólapeysum í skólann (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB)

Bréf til bjargar lífi

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Nú fer í hönd heimsátakið „Bréf til bjargar lífi“ á vegum Amnesty International og eins og fyrri ár verður hægt að taka þátt í Borgarnesi. Föstudaginn 8. desember klukkan 12:00 verður kaffihúsastemmning í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar kemur Christian Rølla sem er ljósmyndari og hefur verið að mynda og kynnast flóttafólki, aðallega í Írak og segir frá reynslu sinni og sýnir …

Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða   Við Menntaskóla Borgarfjarðar er laus til umsóknar tímabundin staða framhaldsskólakennara í tölfræði á vorönn 2018. Um hlutastöðu er að ræða eða 5 x 40 mín á viku í 18 vikur. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í stærðfræði eða sambærilegri menntun og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2018

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameinlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2018 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Bilun er í umsóknarkerfinu hjá menntagátt en hægt er að nota þessa slóð til þess að sækja um skólavist  www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma …

Erasmus+ verkefni í Hollandi

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Hópur nemenda úr MB, ásamt kennurum er nú í Hollandi þar sem unnið er að Erasmus+ verkefni ásamt nemendum frá Hollandi, Spáni og Skotlandi. Verkefnið snýst um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Fyrsti dagurinn fór í að kynnast hinum nemendunum og fá kynningu á því verkefni sem verið er að vinna og hefja vinnuna. Í gær fór hópurinn til Amsterdam og …

MB fær viðurkenningu

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur A. Júlíusson, heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar í dag og afhenti skólameistara viðurkenninguna “Ljósberi” sem er veitt til fyrirtækja og stofnana sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu. Menntaskóli Borgarfjarðar þakkar fyrir sig.