Námsmatsdagur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Miðvikudagurinn 21. september er námsmatsdagur (varða nr. 1). Kennsla fellur niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2022 – 2023 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson formaður, Thelma Rögnvaldsdóttir ritari, Kolbrún Katla Halldórsdóttir meðstjórnandi, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Alexander Jón Finnsson skemmtanastjóri.

Jöfnunarstyrkur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki á menntasjodur.is  Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á menntasjodur.is /MITT LÁN og  island.is. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2022 er til 15. október næstkomandi.

Aldrei fleiri nemendur skráðir í nám

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í haust eru skráðir í nám 172 nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri við MB. Þetta er gríðarstór áfangi og gleðilegur. Upphaf skólastarfs hefur gengið mjög vel í MB þetta haustið. Nemendur farnir að skila inn verkefnum í flestum áföngum enda eitt aðalsmerki skólans að við skólann er verkefnabundið nám sem þýðir að nemendur vinna jafnt og þétt alla …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 23. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 8. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið bragi@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við umsjónarmann húsnæðis í gegnum netfangið hjalmaklettur@menntaborg.is

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudaginn 16. júní  nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf  Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins Skýrsla stjórnar Ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns og varaformanns stjórnar félagsins úr hópi kjörinna aðalstjórnarmanna Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð Ákvörðun um greiðslur …

Innritun nýnema

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 25. apríl til og með 10. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700

Útskriftarnemar dimmitera

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast 27. maí nk eru að dimmitera í dag. Nemendur mættu í skólann kl. 8:30 og snæddu morgunmat með starfsmönnum skólans sátu þar góða stund og gæddu sér af morgunverðarhlaðborði Sólrúnar. Sprelluðu aðeins á sal skólans og héldu síðan út í hinn stóra heim. Enda daginn með balli með nemendum FVA á Akranesi.

Páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 8. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 20. apríl kl. 9:00. Gleðilega páska!