Fjölmiðlanotkun unglinga

Ritstjórn Fréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í félagsfræði gert könnun um fjölmiðlanotkun unglinga. Samanlagðar niðurstöður eru þær að 648 konur og 395 karlar tóku þátt samtals í könnununum og samtals voru þetta 1043 manns. Konurnar voru í meirihluta eða um 62.1% og karlarnir voru 37.9%. Flestir þáttakendur eða 58,7%, sögðust fylgjast með fjölmiðlum 2-4 klukkustundir á dag. Næst flestir, eða 19,1% sögðust …

Hversu mikill munur er á kynjunum í íþróttum í fjölmiðlum?

Ritstjórn Fréttir

Á dögunum gerðu nemendur í félagsfræði kannanir á ýmsum þáttum samfélagsins. Í einni þeirra kom fram að mikill munur er á kynjunum í umfjöllun um íþróttir. Ekki eru jafn margar fréttir af konum og af körlum og karlar eru í miklum meirihluta. Rannsóknin var gerð á miðlunum vísi.is, mbl.is og dv.is, og íþróttagreinarnar voru handbolti, körfubolti og fótbolti. Á öllum …

Staða mannréttinda aldraðra á Íslandi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu vikur hafa nemendur í félagsfræði gert athuganir á efnisþáttum áfangans. Ein þeirra var byggð á heimildavinnu og viðtölum við sérfræðinga bæði á sviði mannréttinda og í málefnum aldraðra, auk viðtala við fjóra lífeyrisþega um þeirra upplifanir. Helstu niðurstöður voru að það er almennt vel gætt að mannréttindum eldri borgara en þó þarf að huga betur að ákveðnum minnihlutahópum innan þessa …

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftirfarandi störf

Ritstjórn Fréttir

Íslenskukennari í 100% starf  Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi í íslensku skilyrði. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi KÍ. Félagsmálafulltrúi, vef- og tölvuumsjón með meiru í 100% starf Nánari upplýsingar hjá skólameistara Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum SGS og ríkis Einkunnarorð Menntaskóla Borgarfjarðar eru “Sjálfstæði, færni og framfarir”. Lögð er áhersla á gott samstarf við samfélagið og umhverfi skólans. Einnig er lögð áhersla á fjölbreyttar …

Heimsókn frá NFU Svedala

Ritstjórn Fréttir

Þessa viku eru 14 sænskir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð á Íslandi. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í þriðja sinn sem nemendur hans koma hingað. Svíarnir hafa farið, ásamt nemendum MB, í tvær vettvangs-ferðir. Í þeirri fyrri voru uppsveitir Borgarfjarðar skoðaðar. Í Reykholti fræddust nemendur um sögu staðarins og skoðuðu sýningu …

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2016

Ritstjórn Fréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2000 eða síðar) hófst föstudaginn 4. mars og lýkur sunnudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá …

Kynning á lokaverkefnum – málstofa

Ritstjórn Fréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna kvíða barna, einelti í skátastarfi, tengsl tónlistar og stærðfræði/eðlisfræði, samanburður á lausagöngufjósum og básafjósum, millistríðsárin í Borgarnesi og dagbækur Lúllu, leiðir björgunaraðila til að vinna úr erfiðri reynslu í starfi, vefjagigt, offita barna, þjálfun barna, tölvuleikir og áhrif þeirra á skapandi ímyndunarafl o.fl. …

Baulið

Ritstjórn Fréttir

Mikið hefur verið að gerast í félagslífi nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar að undanförnu. Fyrir skemmstu fór hópur nemenda í skíðaferð til Akureyrar. Ferðin gekk mjög vel og vakti mikla lukku meðal þeirra sem í hana fóru auk þess sem nemendur voru sjálfum sér og skólanum sínum til fyrirmyndar í ferðinni. Í gærkvöldi var Baulið haldið en það er forkeppni MB …

Innritun á starfsbraut MB

Ritstjórn Fréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu …

Vetrarfrí í MB

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí er í Menntaskóla Borgarfjarðar dagana 11. og 12. febrúar. Skólinn verður því lokaður þessa daga. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 15. febrúar 2016. Njótið vel.