Fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar

Ritstjórn Fréttir

Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir fyrrum nemandi við MB kom og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk MB í vikunni. Guðríður kynnti sjúkraþjálfunarnámið sem hún er að ljúka í vor. Hún ræddi við okkur um stoðkerfisvandamál, mikilvægi líkamsvitundar og réttrar líkamsbeitingar ásamt hreyfingu. Fyrirlestur hennar var mjög áhugaverður og við erum stolt af því að eiga svolítið í þessum flotta háskólanemanda.

Leikfélag MB (SV1) setur upp barnaleikritið Benedikt búálfur

Ritstjórn Fréttir

Æfingar á barnaleikritinu Benedikt búálfur standa nú yfir af fullum krafti í Hjálmakletti. Fjöldi nemenda tekur þátt í sýningunni. Með hlutverk Benedikts búálfs fer Alexandrea Rán og Ellen Geirsdóttir leikur Díddí mannabarn. Leikstjóri er Stefán B. Vilhelmsson. Stefnt er að því að frumsýna leikritið í byrjun febrúar.

Lið MB mætir liði ML í fyrri umferð Gettu betur

Ritstjórn Fréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Menntaskólanum að Laugarvatni 14. janúar kl. 20:30 á Rás 2.  Lið MB skipa þau Helga Dóra Hólm, Katrín Pétursdóttir og Steinþór Logi Arnarsson og varamenn eru Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og Sandri Shabansson.

Skólastarf á vorönn 2016

Ritstjórn Fréttir

Skólastarf á vorönn hefst miðvikudaginn 6. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 6. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu mánudaginn 4. janúar 2016. Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda er 5. janúar. …

Jólaleyfi – lokun skrifstofu

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 23. desember til  4. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 6. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Áskorendadagur kennara og nemenda 2015

Ritstjórn Fréttir

Í dag var árlegur áskorendadagur kennara og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Kennarar og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Í fyrra unnu kennarar en að þessu sinni höfðu nemendur sigur úr býtum í æsispennandi bráðabana. Fyrir hádegi fór keppnin fram í íþróttahúsinu í Borgarnesi en keppt var í Splongdong, fótbolta, reipitogi og stígvélakasti. Staðan var …