Auka aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Boðað er til auka aðalfundar í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 18. október 2019 klukkan 12:00 í sal skólans. Breytingar á samþykktum frá hluthafafundi 11. október 2019 má finna hér. Breytingarnar eru sýnilegar með rauðum texta í skjalinu.

Hluthafafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Boðað er til hluthafafundar í Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 11. október 2019 kl. 12:00 í sal skólans. Fundarboð hefur verið sent í tölvupósti á stærstu hluthafa félagsins. Tillögur að lagabreytingum eru hér. Dagskrá1. Hluthafasamkomulag2. Stjórnarkjör samkvæmt nýju hluthafasamkomulagi3. Önnur mál löglega borin upp

Heimsókn forseta Íslands á forvarnardegi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar og unglingastigs Grunnskólans í Borgarnesi héldu uppá forvarnardaginn 2019 í dag. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti skólana í Hjálmaklett í tilefni dagsins og ávarpaði hópinn. Hann talaði um mikilvægi þess fyrir heilsuna að fá nægan svefn og hvaða áhrif neysla orkudrykkja í miklum mæli geti haft. Hann kom inn á aukna notkun rafretta og …

Forvarnardagurinn 2019 – Forsetaheimsókn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar ásamt unglingastigi Grunnskólans í Borgarnesi tekur á móti forsetanum í heimsókn í tilefni af Forvarnardeginum 2019 miðvikudaginn 2. október kl. 9. Forsetinn mun spjalla við nemendur og fylgjast með þeim í hópavinnu um forvarnarmál. Þessi dagur er haldinn að frumkvæði forseta Íslands en auk embættis forseta skipa fulltrúar embætti landlæknis, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknar og greiningar, Samtaka félaga …

Kennari á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara á starfsbraut í 80-100% stöðu í afleysingu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni: • Umsjón með faglegu starfi á starfsbraut • Skipulagning • Kennsla • Upplýsingastreymi og samráð við forráðamenn nemenda og starfsfólk skólans • Vinna með einstaklingsáætlanir nemenda • Skil á skýrslum um starfsemi brautarinnar Hæfnikröfur: • Kennsluréttindi æskileg • …

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2019 – 2020. Nemendur sækja um jöfnunarstyrkinn á heimasíðu LÍN www.lin.is/jofnunarstyrkur Umsóknarfrestur vegna haustannar 2019 er til 15. október næstkomandi.

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2019 – 2020 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Gunnar Örn Ómarsson gjaldkeri, Elís Dofri G. Gylfason formaður, Erla Ágústsdóttir ritari, Daníel F. Einarsson skemmtanastjóri og Bjartur Daði Einarsson meðstjórnandi.

Útivistarferð haust 2019

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudaginn 30. ágúst sl. fóru 12 nemendur ásamt kennurum í útivistarferð á vegum MB. Ferðin í þetta sinn var tveggja daga gönguferð frá Hítardal að Langavatni. Gist var í leitarmannaskóla Álfthreppinga. Ferðin var bæði góð og ánægjuleg að mati nemenda og kennara.

Ánægjuleg viðbót

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Næstu vikur eða til 1. október nk. verður unglingastig Grunnskólans í Borgarnesi, sem telur um 100 manns, staðsett í húsnæði Menntaskólans. Vera nemenda og starfsfólks grunnskólans er ánægjuleg viðbót við daglegt skólastarf MB.