Innritun á starfsbraut MB

RitstjórnFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu …

Vetrarfrí í MB

RitstjórnFréttir

Vetrarfrí er í Menntaskóla Borgarfjarðar dagana 11. og 12. febrúar. Skólinn verður því lokaður þessa daga. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá mánudaginn 15. febrúar 2016. Njótið vel.

Fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar

RitstjórnFréttir

Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir fyrrum nemandi við MB kom og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk MB í vikunni. Guðríður kynnti sjúkraþjálfunarnámið sem hún er að ljúka í vor. Hún ræddi við okkur um stoðkerfisvandamál, mikilvægi líkamsvitundar og réttrar líkamsbeitingar ásamt hreyfingu. Fyrirlestur hennar var mjög áhugaverður og við erum stolt af því að eiga svolítið í þessum flotta háskólanemanda.

Leikfélag MB (SV1) setur upp barnaleikritið Benedikt búálfur

RitstjórnFréttir

Æfingar á barnaleikritinu Benedikt búálfur standa nú yfir af fullum krafti í Hjálmakletti. Fjöldi nemenda tekur þátt í sýningunni. Með hlutverk Benedikts búálfs fer Alexandrea Rán og Ellen Geirsdóttir leikur Díddí mannabarn. Leikstjóri er Stefán B. Vilhelmsson. Stefnt er að því að frumsýna leikritið í byrjun febrúar.

Lið MB mætir liði ML í fyrri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Menntaskólanum að Laugarvatni 14. janúar kl. 20:30 á Rás 2.  Lið MB skipa þau Helga Dóra Hólm, Katrín Pétursdóttir og Steinþór Logi Arnarsson og varamenn eru Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og Sandri Shabansson.

Skólastarf á vorönn 2016

RitstjórnFréttir

Skólastarf á vorönn hefst miðvikudaginn 6. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 6. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu mánudaginn 4. janúar 2016. Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda er 5. janúar. …

Jólaleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 23. desember til  4. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 6. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.