Leikskólaheimsókn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun.  Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum. Hluti af viðfangsefnum  nemenda í Íþróttafræði er þjálfun barna, hreyfi og sálrænn þroski barna og hlutverk þjálfarans. Eitt verkefna nemenda er að  útbúa hreyfistund fyrir krakka á leikskóla aldri. Nemendur …

Grímuskylda

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hefur hefur smitum vegna kórónu­veirunnar fjölgað verulega síðustu daga. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta. Það er aldrei of oft sagt að „við erum almannavarnir“. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis munum við grípa til enn frekari aðgerða sóttvarna en verið hefur. Við viljum að allir, bæði …

Covid – 19

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skólahald í MB hefur gengið vel síðustu vikur þrátt fyrir þær takmarkanir sem við búum við vegna COVID- 19.  Það er ekki sjálfgefið að hér í skólanum stundi allir nám í húsnæði skólans og fái persónulega leiðsögn kennara í kennslustofu.   Tíðindi síðustu daga um fjölgun sýktra einstaklinga á Íslandi  minna okkur  illþyrmilega á að veiran er til staðar og …

MB og Síminn í samstarf

Bragi Þór SvavarssonFréttir

                    Menntaskóli Borgarfjarðar og Síminn hafa sett af stað samvinnuverkefnið „Síminn skapar tækifæri fyrir sitt fólk“ . Markmið þessa verkefnis er að styðja við starfsfólks Símans til að afla sér frekari menntunar. Starfsfólk Símans sem ekki hefur lokið formlegu námi (stúdentsprófi eða iðnnámi) geta nú skrá sig í fjarnám við MB og …

Fullmannað nemendaráð

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í síðustu viku fóru fram kosningar á fulltrúa nýnema í nemendaráð.  Alls buðu sig fram fjórir nemendur og sigur úr býtum bar Elinóra Ýr Kristjánsdóttir  og er þá nemendaráðið fullmannað. Hér má sjá mynd af þeim. Formaður- Marinó Þór Pálmason Gjaldkeri- Daniel Fannar Einarsson Skemmtanastjóri- Bjartur Daði Einarsson Ritari- Gunnar Örn Ómarsson Nýnemafulltrúi- Elinóra Ýr Kristjánsdóttir

Breytingar á sóttvarnarreglum mánudag 7. september

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:   Áfram höldum við meters reglunni Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, …

Fjölgun nemenda

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skólastarfið í MB er komið á fullt og  byrjar vel. Nemendur eru áhugasamir og greinilegt að þeir kunna að meta það að komast í skólann og sinna námi við nokkuð hefðbundnar aðstæður. Skólastarfið er litað af þeim reglum sem þarf að fylgja vegna COVID19 og má fræðast um hvernig þeim er framfylgt í MB hér. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/. Við í MB erum afar …

Upphaf kennslu

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag hófst skólaárið formlega hér í MB.  Nýnemar komu í heimsókn, fengu sér hressingu, hittu umsjónarkennara, fengu stundaskrá og komu sér inn í tæknilega þætti eins og aðgang að kerfum og kennslukerfi. Það var frábært að sjá húsið lifna við og nemendur augljóslega spenntir fyrir þeim áskorunum sem að nýr skóli er.  Við starfsfólk skólans höfum unnið af kappi …

Upphaf skóla

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Það gleður okkur í Menntaskóla Borgarfjarðar að staðfesta að skólastarf í MB mun hefjast samkvæmt áætlun. Nýnemar mæta miðvikudaginn 19. ágúst kl. 9 og hefðbundin kennsla hefst fimmtudaginn 20. ágúst samkv. stundaskrá. Við minnum enn og aftur á að nemendur geta nú þegar skráð sig inn á Innu https://www.inna.is/  (með rafrænum skilríkjum) og nálgast stundaskrána sína og bókalista má sjá …

Opnun skrifstofu

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skrifstofa MB  hefur opnað aftur eftir sumarfrí og er opin frá kl. 8:00 – 15:00 alla virka daga. Hægt er að hafa samband í síma 4337700 eða með því að senda tölvupóst á menntaborg@menntaborg.is Undirbúningur fyrir starf á haustönn er í fullum gangi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og skipulag verða tilkynntar í tölvupósti til nemenda og eða  forráðamanna og …