Fjarkennsla á Teams á morgun 5. október

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nú er orðið ljóst að vegna fjölgunar kórónuveirusmita og hertra fyrirmæla um sóttvarnir þurfum við að færa kennsluna á morgun (5. okt) yfir í fjarkennslu á Teams. Við höldum stundaskrá og í staðinn fyrir að mæta í skólann þá opna nemendur tölvuna sína heima og fara inn á Teams og mæta þar í kennslustund. Nánari upplýsingar verða sendar út á …

Frekari takmarkanir á skólahaldi

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sóttvarnarlæknir hefur lagt fram nýjar tillögur um hertar aðgerðir vegna aukinna fjölda COVID-19 smita. Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða áhrif þær koma til með að  hafa á skólastarfið okkar í MB og við bíðum eftir nánari upplýsingum frá heilbrigðis og menntamálayfirvöldum. Nánari upplýsingar verða birtar seinnipartinn á morgun fjórða október. Kær kveðja úr MB

Bjarni Freyr í söngkeppni framhaldsskólanna

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Bjarni Freyr Gunnarsson er fulltrúi Menntaskóla Borgarfjarðar í Söngkeppni framhaldsskólanna. Bjarni mun flytja lagið Valerie sem er frægast í flutningi Amy  Winehouse. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Kópavogi á laugardagskvöld. Keppendurkoma fram í sal án áhorfenda. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Hún hefst klukkan 20:00 Við í MB sendum Bjarna góða strauma og hvetjum alla til að fylgjast …

Leikskólaheimsókn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun.  Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta-, kennslu- og heilsufræðum. Hluti af viðfangsefnum  nemenda í Íþróttafræði er þjálfun barna, hreyfi og sálrænn þroski barna og hlutverk þjálfarans. Eitt verkefna nemenda er að  útbúa hreyfistund fyrir krakka á leikskóla aldri. Nemendur …

Grímuskylda

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Eins og ekki hefur farið fram hjá neinum þá hefur hefur smitum vegna kórónu­veirunnar fjölgað verulega síðustu daga. Því er nú sérstaklega mikilvægt að við fylgjum sóttvarnarreglum til hins ítrasta. Það er aldrei of oft sagt að „við erum almannavarnir“. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis munum við grípa til enn frekari aðgerða sóttvarna en verið hefur. Við viljum að allir, bæði …

Covid – 19

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skólahald í MB hefur gengið vel síðustu vikur þrátt fyrir þær takmarkanir sem við búum við vegna COVID- 19.  Það er ekki sjálfgefið að hér í skólanum stundi allir nám í húsnæði skólans og fái persónulega leiðsögn kennara í kennslustofu.   Tíðindi síðustu daga um fjölgun sýktra einstaklinga á Íslandi  minna okkur  illþyrmilega á að veiran er til staðar og …

MB og Síminn í samstarf

Bragi Þór SvavarssonFréttir

                    Menntaskóli Borgarfjarðar og Síminn hafa sett af stað samvinnuverkefnið „Síminn skapar tækifæri fyrir sitt fólk“ . Markmið þessa verkefnis er að styðja við starfsfólks Símans til að afla sér frekari menntunar. Starfsfólk Símans sem ekki hefur lokið formlegu námi (stúdentsprófi eða iðnnámi) geta nú skrá sig í fjarnám við MB og …

Fullmannað nemendaráð

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í síðustu viku fóru fram kosningar á fulltrúa nýnema í nemendaráð.  Alls buðu sig fram fjórir nemendur og sigur úr býtum bar Elinóra Ýr Kristjánsdóttir  og er þá nemendaráðið fullmannað. Hér má sjá mynd af þeim. Formaður- Marinó Þór Pálmason Gjaldkeri- Daniel Fannar Einarsson Skemmtanastjóri- Bjartur Daði Einarsson Ritari- Gunnar Örn Ómarsson Nýnemafulltrúi- Elinóra Ýr Kristjánsdóttir

Breytingar á sóttvarnarreglum mánudag 7. september

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 7. september (áfram 1 meters reglan en breyting á fjöldatakmörkunum; 200 í stað 100).  Þessar breytingar hafa eftirfarandi áhrif í MB:   Áfram höldum við meters reglunni Sumir hópar færast í sínar stofur – skoða Innu og endurhlaða (refresh) stundatöflu Allir ganga inn um aðalinngang skólans og innangengt á milli hæða ALLIR HALDA ÁFRAM PERSÓNULEGUM SÓTTVÖRNUM – þvo hendur, …

Fjölgun nemenda

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skólastarfið í MB er komið á fullt og  byrjar vel. Nemendur eru áhugasamir og greinilegt að þeir kunna að meta það að komast í skólann og sinna námi við nokkuð hefðbundnar aðstæður. Skólastarfið er litað af þeim reglum sem þarf að fylgja vegna COVID19 og má fræðast um hvernig þeim er framfylgt í MB hér. https://menntaborg.is/covid-19-upplysingasida/. Við í MB erum afar …