Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Áskorendadagurinn

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Mikil gleði og keppnisandi sveif yfir vötnum í dag. Haldinn var hinn árlegi áskorendadagur starfsfólks og nemenda. Starfsfólk og nemendur kepptu í sjö mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandbikarnum. Keppt er í knattspyrnu, körfubolta, badminton, boccia, waterpong og svo er endað á spurningkeppni. Starfsfólk og nemendur skiptu á milli sín að keppa í þessum greinum og var keppnin hörð. …

Vorönn komin á fullt skrið

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Skóli hófst á þriðjudag eftir gott jólafrí. Vond veður hafa aðeins sett strik í reikninginn þegar kemur að mætingu bæði kennara og nemenda en það hefur þó ekki mikil áhrif á námið því bæði nemendur og kennarar geta haldið sínu striki þökk sé nútímatækni.  Það er alltaf ys og þys þessa fyrstu daga á hverri önn og gaman að sjá …

MB úr leik í Gettu betur.

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Lið MB í Gettu betur, atti kappi við lið FG rétt í þessu. Keppnin var jöfn og spennandi og enduðu leikar 16 – 22 fyrir FG. Okkar krakkar geta verið mjög sátt enda keppnin spennandi fram á lokaspurningu.Okkar lið sat í hljóðveri í Borgarnesi og hinn viðkunnalegi Gísli Einarsson var tæknimaður í þessari beinu útsendingu.

Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun 8. janúar kl. 20:30 á RUV null.  Lið MB skipa þau Erla Ágústsdóttir, Svava Björk Pétursdóttir og Þórður Brynjarsson. Varamaður er Haukur Ari Jónasson og þjálfari er Þorkell Már Einarsson.

Nemendur MB í fremstu röð

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Vorönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Stundatöflur vorannar 2020 eru nú aðgengilegar í Innu. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 7. janúar kl. 8:20. Bókalista annarinnar má finna á heimasíðu skólans á slóðinni https://menntaborg.is/namid/bokalistar/ Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá þriðjudegi 7. janúar til föstudags 10. janúar.

Jólaleyfi og lokun skrifstofu

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. desember til  3. janúar. Hafa má samband við aðstoðarskólameistara  á netfangið lilja@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 7. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.

Kakó, smákökur og spil

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag var var boðið upp á kakó og smákökur í MB. Nemendur og kennarar tóku í spil og margir klæddust jólapeysum í tilefni dagsins.

Nútímalegt námsumhverfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

MB er verkefnamiðaður skóli þar sem er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum. Því höfum við á undanförnum mánuðum verið að skoða möguleika á nýrri útfærslu á skólastofum skólans þ.e. húsgögnum og uppröðun þeirra.  Kennsluumhverfið þarf að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu t.d. hópavinnu, einstaklinsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við miðlun kennarans.  Rannsóknir sýna …