Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst föstudaginn 6. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum …
Brautskráning MB 2018
Á morgun, föstudaginn 25. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst kl. 14 á sal skólans.
Erasmus+ verkefni – Get a grip!
Þrír erlendir skólar hafa verið í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar þessa vikuna, frá Skotlandi, Hollandi og Spáni. Fimm nemendur og tveir kennarar komu frá hverju landi en nemendur eru að vinna að Erasmus+ verkefni ásamt tólf nemendum í MB. Verkefnið ber heitið Get a grip! og fjallar um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Hvert land hefur sitt þema Holland vatn, Ísland …
Dimmission í MB
Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir. Útskrift verður föstudaginn …
Samstarf MB og Nannestad Videregående skole
Í vikunni hefur hópur nemenda MB ásamt kennurum verið í heimsókn í Nannestad í Noregi, ekki svo langt frá Osló. MB á í samstarfi við Nannestad og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur MB heimsækja skólann. Ferðin er hluti af samstarfi á sviði sögu og bókmennta, sem felur í sér ýmis verkefni og heimsóknir. Sem dæmi má nefna pylsugerð, grill, …
Heimsókn 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar
Í dag tóku kennarar og nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar á móti nemendum 10. bekkja úr grunnskólum Borgarbyggðar. Nemendurnir fengu kynningu á námsframboði, námsbrautum og stöku áföngum. Nemendur völdu sér áfanga sem þeir höfðu áhuga á að kynna sér frekar, tóku þátt í kennslustundum og unnu einstaka verkefni. Það var mjög ánægjulegt að fá þetta frábæra unga fólk í heimsókn í MB.
Árshátíð NMB 2018
Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðlega í gær. Veislustjórinn var Joey Christ (Jóhann Kristófer) og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veisluföngin komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár og alltaf jafnmikil ánægja með matinn frá þeim. Ekki var annað að sjá en að nemendur og starfsfólk skólans skemmtu sér konunglega yfir borðhaldi og skemmtiatriðum og …
Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2018
Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2002 eða síðar) hófst mánudaginn 5. mars og lýkur föstudaginn 13. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í …
Gleðilega páska – páskaleyfi
Föstudagurinn 23. mars er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 4. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska 🙂
Þemadagar í MB
Dagana 28. febrúar – 3. mars eru þemadagar í MB. Hefðbundin kennsla er lögð niður en þess í stað vinna nemendur að ýmsum verkefnum í stærri og minni hópum. Slíkt uppbrot á skólastarfi tíðkast víða í framhaldsskólum og er kærkomin tilbreyting fyrir bæði nemendur og kennara. Þema þessara daga er Saga jarðvangur og munu hóparnir vinna að ýmsum verkefnum tengt þemanu. Auk þess að …