Í dag var árlegur áskorendadagur starfsfólks og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Árið 2015 unnu nemendur en að þessu sinni hafði starfsfólk sigur úr býtum í æsispennandi bráðabana. Dagurinn tókst vel og starfsfólk og nemendur MB nutu dagsins saman.
Framhaldsskólaboðhlaup á Reykjavíkurleikum
Laugardaginn 4. febrúar keppti boðhlaupssveit karla í nafni MB í framhaldsskólaboðhlaupi á Reykjavíkurleikunum en það er eitt flottasta frjálsíþróttamót sem hefur verið haldið á landinu. Var hlaupið 4*200m. Okkar sveit stóð sig mjög vel og lenti í 4. sæti. Boðhlaupssveitina skipuðu: Arnar Smári Bjarnason, Bjarni Guðmann Jónsson, Jóhannes Valur Hafsteinsson og Steinþór Logi Arnarsson.
Nemendur MB í Háskólahermi
Í dag og á morgun (2. – 3. feb) munu 9 nemendur úr MB taka þátt í Háskólaherminum sem fram fer í HÍ. Í Háskólaherminum gefst nemendum í framhaldsskólum tækifæri til þess að kynnast námsframboði Háskóla Íslands og vera þátttakendur í háskólasamfélaginu. Nemendur fá að heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi sviða.
Innritun á starfsbraut
Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu …
Félagsfræðinemar skrifa í Skessuhorn
Undanfarnar vikur hafa nemendur í félagsfræði verið að fjalla um fjölmiðla. Liður í umfjölluninni að þessu sinni var að skrifa fréttir og greinar í Skessuhorn. Í síðustu tölublöðum hafa nemendur séð um dálkinn “Dagur í lífi” og “Spurning vikunnar” auk viðtals við skiptinemann okkar og umfjöllunar um sýningu leikfélagsins á Línu Langsokki. Verkefnavinna af þessu tagi er liður í að auka …
Heimsókn frá Stígamótum
Stígamót hafa ákveðið að hefja reglubundna þjónustu á Vesturlandi á tveggja vikna fresti. Starfsemin verður í Borgarnesi og í boði verða gjaldfrjáls viðtöl við félagsráðgjafa fyrir fólk af öllu Vesturlandi. Í morgun var velheppnaður kynningarfundur frá Stígamótum fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Þær Guðrún og Erla Björg fjölluðu almennt um starfsemi og þjónustu Stígamóta. Vakti erindi þeirra fólk til umhugsunar og umræðu …
Nemendur skrifa í Skessuhorn
Miðvikudaginn 11. janúar síðastliðinn kom Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í heimsókn í félagsfræðitíma tilþess að kynna fyrir nemendum starfsemi Skessuhorns og starfs blaðamanna á blaðinu. Nemendurnir lærðu heilmikið af þessari heimsókn og vilja þakka Magnúsi kærlega fyrir fróðlega kynningu. Á næstunni muni nemendurnir síðan skrifa fréttir í Skessuhorn sem munu birtast á vef Skessuhorns og í blaðinu. Nemendurnir fengu sjálfir …
Jöfnunarstyrkur
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu vefkerfi framhaldsskólanna eða í netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2017 er til 15. febrúar næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Þrír nemendur útskrifuðust með stúdentspróf í desember
Þrír nemendur, Bergþóra Lára Hilmarsdóttir, Hera Sól Hafsteinsdóttir og Stefnir Ægir Berg Stefánsson, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 20. desember síðastliðinn. Þau luku öll námi af náttúrufræðibraut. Á myndinni má sjá Bergþóru Láru ásamt Lilju S. Ólafsdóttur aðstoðarskólameistara
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð til 4. janúar en skóli hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Hægt er að ná í skólameistara í síma 894-1076 ef málin þola ekki bið.