Fundur með foreldrum nýnema

RitstjórnFréttir

Sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.00.  Á fundinum verður farið yfir skólastarfið framundan og kynntir ákveðnir þættir í þjónustu skólans við nemendur. Fundurinn verður í stofu 101 í skólanum.

Haustönn 2014 – skólabyrjun

RitstjórnFréttir

Þriðjudaginn 19. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks.  Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað veður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 19. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nemendur í Búðardal athugið:  Afhending stundatöflu og annarra …

Skrifstofa skólans opin

RitstjórnFréttir

Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá 8 – 16. Símanúmer skólans er 433-7700 og netfangið menntaborg@menntaborg.is  Nýtt skólaár hefst 19. ágúst nk.

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.  föstudaginn 22. ágúst  nk. kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði skólans Borgarbraut 54. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs 5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins …

Nýtt húsnæði nemendagarða við Brákarbraut 8

RitstjórnFréttir

Um er að ræða tvær íbúðir á jarðhæð. Í hvorri íbúð eru tvö góð svefnherbergi. Gert er ráð fyrir að tveir nemendur geti verið saman í herbergi. Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar. Leiguverð fyrir einstakling í tveggja manna herbergi er 30.000 kr og 25.000 kr fyrir minna herbergið. Í herbergjunum eru rúm, náttborð og fataskápar. Afnot af baðherbergi, eldhúsi og …

Nýr skólameistari í MB

RitstjórnFréttir

Nýr skólameistari hefur verið ráðinn við Menntaskóla Borgarfjarðar. Það er Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir. Hún er viðskiptafræðingur frá Bifröst og tók kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri. Þá lauk hún meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum, einnig frá Bifröst. Guðrún hefur reynslu af kennslu, skipulagningu hennar og stjórnun. Hún hefur víða starfað en lengst af hefur hún við Háskólann á Bifröst, verið þar umsjónarmaður …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 24. júní vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 6. ágúst.  Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofa skólans er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið kolfinna@menntaborg.is  eða á aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386.

Þorkell Már fær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands

RitstjórnFréttir

Úthlutað verður úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands þriðjudaginn 24. júní næstkomandi. Að þessu sinni hljóta tuttugu og sex nýnemar styrki, meðal annars með stuðningi Aldarafmælissjóðs og Happdrættis Háskóla Íslands. Í hópi styrkþega er Þorkell Már Einarsson sem dúxaði á stúdentsprófi við Menntaskóla Borgarfjarðar nú í vor. Hann stefnir á að hefja nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands á …

Brautskráning nemenda frá MB

RitstjórnFréttir

27 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 6. júní. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins, Páll S. Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri flutti hátíðarræðu og Lilja Hrönn Jakobsdóttir talaði af hálfu útskriftarnema. Tónlistarflutningur var í umsjá útskriftarnema og Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari brautskráði nemendur og ávarpaði þá í lokin. Í máli hennar kom meðal …

Fréttabréf MB

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á vorönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.