Efnilegt íþróttafólk

RitstjórnFréttir

Við hjá Menntaskóla Borgarfjarðar erum stolt af efnilegu íþróttafólki úr röðum nemenda okkar. Á Íþróttahátið UMSB sem haldin var 18. febrúar sl. var Bjarki Pétursson, kylfingur kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar fyrir árið 2011. Bjarki hefur staðið sig gríðarlega vel bæði hér heima og erlendis. Auk Bjarka voru þeir Birgir Þór Sverrirsson og Davíð Guðmundsson körfuboltakappar í topp 5 í kjörinu. Einnig …

Góður árangur í ræðukeppni á ensku

RitstjórnFréttir

Hin árlega ræðukeppni ESU (English Speaking Union of Iceland) var haldin í þriðja sinn í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag kl. 9:30. Menntaskóli Borgarfjarðar sendi þrjá nemendur til þátttöku í keppninni. Þeir stóðu sig með prýði en þetta er í  annað sinn sem MB sendir þátttakendur í þessa keppni og sömdu nemendur ræður sem tóku 5 mínútur í flutningi en …

Aukið námsframboð við MB næsta skólaár

RitstjórnFréttir

Næsta skólaár verður boðið upp á tvær nýjar námsleiðir við Menntaskóla Borgarfjarðar. Nemendur á félagsfræðabraut og náttúrufræðibraut geta valið íþróttasvið innan brautar til stúdentsprófs. Þá munu nemendur á náttúrufræðibraut geta valið búfræðisvið í samstarfi við starfsmenntabraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nánari upplýsingar hér.

Glæsileg söngkeppni MB

RitstjórnFréttir

Söngkeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram miðvikudagskvöldið 8. febrúar. Sex söngatriði voru á dagskrá og var umgjörð keppninnar til fyrirmyndar. Undirleikur var ekki af verri endanum en húsband skólans sá um undirleik söngatriðanna. Það var sex manna dómnefnd sem fékk það erfiða verkefni að velja sigurlag kvöldsins – en keppnin í ár var mjög jöfn. Sigurvegari kvöldsins var Selma Ágústsdóttir en …

MB kemur mjög vel út í ytra mati

RitstjórnFréttir

Í lok síðasta árs lét mennta- og menningamálaráðuneytið gera úttekt á starfi Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) með það að markmiði að leggja mat á starfsemi skólans út frá þeim lögum, reglum og námsskrá sem skólinn vinnur eftir. Matskýrsla úttektaraðila kom út í lok janúar. Þar segir meðal annars að starfsemi skólans sé í góðu horfi, nemendum líði vel í skólanum, þeim …

Innritun fatlaðra nemenda í framhaldsskóla haustið 2012

RitstjórnFréttir

Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna. Umsækjendur sækja veflykil á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að …

Pílagrímar undirbúa sig

RitstjórnFréttir

Í maí næstkomandi halda 5 nemendur og 2 kennarar til Portúgals í Comeniusarverkefninu „Migration and cultural influences“. Í þeirri ferð verður meðal annars gengin rúmlega 80 kílómetra leið, svokölluð Fatíma-leið. Gengið verður á þremur dögum þannig að nauðsynlegt er að undirbúa sig vel. Hópurinn gekk fyrstu æfingagöngu sína í síðustu viku, um 3 km. leið í snjó og þúfum frá …

Jöfnunarstyrkur

RitstjórnFréttir

Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi.Best bounus online casinos 765qwerty765

MB úr leik í Gettu betur – munaði litlu

RitstjórnFréttir

Lið Menntaskóla Borgarfjarðar tapaði fyrir liði Borgarholtsskóla 13-22 í Gettu betur á Rás 2 í gærkveldi. Einungis þrjú stig skildu að lið MB og stigahæsta taplið keppninnar sem komst áfram í aðra umferð.  Myndin hér til hliðar var tekin í útvarpshúsinu í gærkvöldi. Frá vinstri Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, Inga Björk Bjarnadóttir og Jóhann Snæbjörn Traustason. Mynd: Heiðar Lind Hansson. …

Moodle tekið í notkun í MB

RitstjórnFréttir

MB hefur tekið upp nýtt kennslukerfi frá og með þessari önn, vorönn 2012, sem heitir Moodle og kemur í staðinn fyrir Námskjá. Moodle býður upp á mikinn fjölda hagnýtra kennsluverkfæra s.s. öflugt einkunnabókhald, hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, rauntímaspjall, orðalista, gagnagrunna o.m.fl. Moodle er notað í fjölmörgum íslenskum framhaldsskólum og háskólum og um allan heim af skólum, fyrirtækjum og …