Skrifstofa skólans opin frá 8 – 16

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa skólans hefur opnað eftir sumarfrí og er opin frá 8 – 16. Símanúmer skólans er 433-7700 og netfangið menntaborg@menntaborg.is  Nýtt skólaár hefst 20. ágúst nk.

Þrír nemendur MB í læknisfræði og sjúkraþjálfun í haust

Ritstjórn Fréttir

Niðurstaða inntökuprófs fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun við Læknadeild Háskóla Íslands, sem haldið var dagana 13. og 14. júní 2012, liggur nú fyrir. Þrír nemendur úr Menntaskóla Borgarfjarðar þreyttu inntökupróf, Alexander Gabríel Guðfinnsson þreytti inntökupróf í læknisfræði ásamt 307 öðrum nemendum og var einn af 48 sem náðu því prófi. Birna Ósk Aradóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir þreyttu inntökupróf …

Sumarleyfi – lokun skrifstofu

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð vegna sumarleyfa.  Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Hægt er að ná í skólameistara í síma 866 1314 eða senda tölvupóst á kolfinna@menntaborg.is

Fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Ritstjórn Fréttir

Alexander Gabríel Guðfinnsson dúx Menntaskóla Borgarfjarðar frá því í vor var einn af tuttugu og sex afburðanemendum sem fengu afhenta styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlegaathöfn á Háskólatorgi í gær þriðjudaginn 19. júní.  Alls sóttu 77 nemendur um styrki. Við val ástyrkhöfum var litið til afburðaárangurs á stúdentsprófi. Styrkur til hvers nemandanam 300.000 …

40 nemendur brautskráðir

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 8. júní brautskráðust 40 nemendur frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Að þessu sinni brautskráðust 22 nemendur af félagsfræðabraut, 15 nemendur af náttúrufræðibraut, einn nemandi með viðbótarnám til stúdentsprófs og tveir nemendur af starfsbraut. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál þar sem hún fór yfir það helsta í skólastarfinu. Kór Menntaskóla Borgarfjarðar flutti nokkur lög undir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur. Þá komu …

Opið fyrir umsóknir eldri nemenda

Ritstjórn Fréttir

Opið er fyrir innritun eldri nema, nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um innritun á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Jón Þór Jónasson færði skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar

Ritstjórn Fréttir

Á brautskráningu nemenda föstudaginn 8. júní sl. færði Jón Þór Jónasson  frá Hjarðarholti skólanum veglega bókargjöf í minningu konu sinnar Sigríðar Þorvaldsdóttur húsfreyju í Hjarðarholti Stafholtstungum. Sigríður var fædd 21. janúar 1938 en lést 5. ágúst 1999. Í ávarpi sínu rakti Jón að Sigríður hefði haft mikinn áhuga á leiklist og starfað af mikilli fórnfýsi í leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna. Þá …

Innritun nemenda – haustönn 2012

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudaginn 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit. Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá á Menntagátt einnig á skrifstofu skólans í síma 433-7700.

Herbergi til leigu

Ritstjórn Fréttir

Herbergi til leigu fyrir nemendur MB að Þorsteinsgötu 5 neðri hæð ( við hliðina á Íþróttamiðstöðinni ) Næsta skólaár (2012 – 2013) eru fjögur einstaklingsherbergi til leigu í íbúð að Þorsteinsgötu 5 í Borgarnesi fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar. Eitt herbergjanna getur verið leigt út sem tveggja manna ef þörf er á. Í öllum herbergjum getur verið rúm, fataskápur, skrifborð og …