Opnað var fyrir umsóknir frá og með 1. september sl. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2017 er til 15. október nk. Nemendur geta sótt um styrkinn á Mitt svæði hjá LÍN í gegnum www.island.is eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna.
10 ára afmæli MB
Í dag var haldið uppá 10 ára afmæli Menntaskóla Borgarfjarðar í húsakynnum skólans. Við þökkum öllum þeim sem komu og tóku þátt í deginum með okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Ársæll Guðmundsson fyrsti skólameistari MB ávarpaði samkomuna og sagði frá tilurð skólans á skemmtilegan máta. Sveitarstjóri Borgarbyggðar Gunnlaugur Júlíusson talaði um mikilvægi skólastofnanna í sveitarfélaginu og hversu …
Fyrsti kennsludagur haustannar
Föstudaginn 18. ágúst var tekið á móti nýnemum við Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk snæddi morgunverð með nemendum en síðan var haldið í sal skólans þar sem skólameistari sagði nokkur hvatningarorð við nemendur áður en umsjónarkennarar tóku við og leiddu nemendur í gegnum helstu réttindi og skyldur. Farið var í gegnum Vitann sem er nemendahandbók nemenda MB og að lokum fengu nemendur …
Skólabyrjun – haust 2017
Föstudaginn 18. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) föstudaginn 18. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Skólastarf hefst mánudaginn 21. ágúst samkvæmt stundatöflu. Fundur með …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 22. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 3. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 24 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Félagsfræðabraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut, Náttúrufræðibraut – íþróttasviði, af starfsbraut og með viðbótarpróf til stúdentsprófs. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Þóranna fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir vandaðasta lokaverkefnið. Gróa Lísa Ómarsdóttir var …
Einkunnir birtast í INNU á föstudag – brautskráning á laugardag
Einkunnir vorannar verða aðgengilegar í Innu um hádegisbil föstudaginn 26. maí. Brautskráning nemenda fer fram á sal skólans laugardaginn 27. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Dimmission í MB
Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir. Útskrift verður laugardaginn …
Útskriftarnemar heimsækja Bifröst
Útskriftaremendur MB fengu boð frá Háskólanum á Bifröst um að koma í heimsókn og fylgjast með misserisverkefnavörnum nemenda á Bifröst í dag. Verkefnið sem þeir fylgdust með bar heitið “Wow air – velgengni og markaðssetning”, það var bæði áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni sem á vel við í dag þar sem ferðaþjónusta er í miklum uppgangi. Nemendum var boðið uppá hádegismat …