Dimmission í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast í vor dimmittera í dag. Krakkarnir fóru um bæinn og vöktu kennara með söng og glensi í morgun og borðuðu svo morgunverð með kennurum og starfsfólki í skólanum. Síðan var haldið út í vorið og litið við á ýmsum stöðum í bænum. Klukkan 11:00 hefst svo skemmtidagskrá nemenda í hátíðarsal skólans og eru allir velkomnir. Útskrift verður laugardaginn …

Útskriftarnemar heimsækja Bifröst

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Útskriftaremendur MB fengu boð frá Háskólanum á Bifröst um að koma í heimsókn og fylgjast með misserisverkefnavörnum nemenda á Bifröst í dag. Verkefnið sem þeir fylgdust með bar heitið “Wow air – velgengni og markaðssetning”, það var bæði áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni sem á vel við í dag þar sem ferðaþjónusta er í miklum uppgangi. Nemendum var boðið uppá hádegismat …

Vordagur nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag héldu nemendur MB vordaginn sinn sem er árlegur viðburður í lok hvers skólaárs. Nemendur gerðu sér glaðan dag með því að fara í skemmtilegan stigaleik/ratleik þar sem þeir þurftu að bregða á hin ýmsu ráð til að ná stigum, svo var farið í glæsilegan sápubolta í Skallagrímsgarði þar sem nemendur öttu kappi með mismunandi árangri. Að lokum voru …

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2017 – 2018 fóru fram í dag. Nýju stjórnina skipa þau Dagbjört Diljá Haraldsdóttir formaður, Jarþrúður Ragna Jóhannsdóttir gjaldkeri, Sveinbjörn Sigurðsson skemmtanastjóri og Snæþór Bjarki Jónsson ritari.  Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans …

Samstarf MB og NFU í Svedala

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Þessa viku eru 15 sænskir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð á Íslandi. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í fjórða sinn sem nemendur hans koma hingað. Svíarnir hafa farið, ásamt nemendum MB, í tvær vettvangsferðir. Í þeirri fyrri voru uppsveitir Borgarfjarðar skoðaðar. Í Reykholti fræddust nemendur um sögu staðarins og skoðuðu …

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Aðalfundur menntaskóla Borgarfjarðar fer fram miðvikudaginn 3. maí klukkan 12:00 í Hjálmakletti. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs 5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf …

Innritun á haustönn 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 9. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 7. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska 🙂  

Árshátíð NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðlega í gær. Veislustjórinn var Pétur Örn Guðmundsson eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veisluföngin komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár og alltaf jafnmikil ánægja með matinn frá þeim. Ekki var annað að sjá en að nemendur og starfsfólk …