Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 5. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 5. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu fimmtudaginn 4. janúar 2018. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar. …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til 3. janúar. Hafa má samband við skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.
Sex nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf í desember
Sex nemendur, Ágúst Vilberg Jóhannsson, Ásbjörn Baldvinsson, Darja Kozlova, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, Styrmir Ingi Stefánsson og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 21. desember. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur. Á myndinni má sjá Ásbjörn, Darju og Svövu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.
Jólapeysudagur í MB
Árlegi jólapeysudagur MB er í dag. Af því tilefni mættu nemendur og starfsfólk í sínum uppáhaldsjólapeysum í skólann (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB)
Bréf til bjargar lífi
Nú fer í hönd heimsátakið „Bréf til bjargar lífi“ á vegum Amnesty International og eins og fyrri ár verður hægt að taka þátt í Borgarnesi. Föstudaginn 8. desember klukkan 12:00 verður kaffihúsastemmning í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar kemur Christian Rølla sem er ljósmyndari og hefur verið að mynda og kynnast flóttafólki, aðallega í Írak og segir frá reynslu sinni og sýnir …
Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða
Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða Við Menntaskóla Borgarfjarðar er laus til umsóknar tímabundin staða framhaldsskólakennara í tölfræði á vorönn 2018. Um hlutastöðu er að ræða eða 5 x 40 mín á viku í 18 vikur. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í stærðfræði eða sambærilegri menntun og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra …
Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2018
Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameinlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2018 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Bilun er í umsóknarkerfinu hjá menntagátt en hægt er að nota þessa slóð til þess að sækja um skólavist www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma …
Erasmus+ verkefni í Hollandi
Hópur nemenda úr MB, ásamt kennurum er nú í Hollandi þar sem unnið er að Erasmus+ verkefni ásamt nemendum frá Hollandi, Spáni og Skotlandi. Verkefnið snýst um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Fyrsti dagurinn fór í að kynnast hinum nemendunum og fá kynningu á því verkefni sem verið er að vinna og hefja vinnuna. Í gær fór hópurinn til Amsterdam og …
MB fær viðurkenningu
Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur A. Júlíusson, heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar í dag og afhenti skólameistara viðurkenninguna “Ljósberi” sem er veitt til fyrirtækja og stofnana sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu. Menntaskóli Borgarfjarðar þakkar fyrir sig.
Lokaverkefni – málstofur
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …