Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst í dag  1. febrúar og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is  Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum  er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Einnig eru þeir velkomnir  að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.

Rótarý styrkir KVIKU

Bragi Þór SvavarssonFréttir

  Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans. Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur  það hlutverk …

Mikill og góður áfangi í dag.

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Fyrsta kennslustund í STEAM áföngum skólans var klukkan 14:00. Allir nemendur skólans taka þrjá STEAM áfanga. En STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Greinarnar eru samþættar og er eðli STEAM náms og kennslu að byggja á skapandi og gagnrýnni hugsun í gegnum verkefni sem eru þverfagleg og geta byggt á áhugasviði nemenda sjálfra. Efnis þættir þessa fyrsta …

Við áramót

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Við áramót er eðlilegt að  einstaklingar og í okkar tilfelli skóli lítum  yfir farinn veg, horfum til baka og vegum og metum það sem gerst hefur. Það er okkur hollt að taka þetta saman til að átta okkur enn frekar á okkar umhverfi og stöðu og ekki síst til að leggja grunn að því sem koma skal og ákveða næstu …

Samningur vegna Kviku

Bragi Þór SvavarssonFréttir

              Þann 21. desember var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar vegna aðgengis stofnana sveitarfélagsins að Kviku – skapandi rými í MB. Samningurinn gildir í fimm ár og gerir stofnunum Borgarbyggðar kleift á að bóka tíma í Kviku og nota aðstöðuna sem er til staðar með aðstoð umsjónarmanns Kviku. Eins og flestir vita …

Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í gær var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 10. janúar á RUV.  Lið MB skipa þau Elín Björk Sigurþórsdóttir, Ernir Ívarsson og Kolbrún Líf Lárudóttir. Varamenn eru Árni Hrafn Hafsteinsson og Dagbjört Rós Jónasdóttir. Þjálfari er Ólöf Björk Sigurðardóttir.

Jólapeysudagur í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hinn árlegi jólapeysudagur nemenda og starfsfólks MB var í dag. Nemendur og starfsfólk mættu til vinnu í jólapeysum í tilefni dagsins (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB).

Dagur íslenskrar tungu

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í MB í dag á degi íslenskrar tungu fór fram ljóðasamkeppni á meðal nemenda. Keppnin fór þannig fram að allir hópar fengu eina blaðsíðu úr sömu bók og áttu að vinna með þau orð sem þar komu fyrir. Mikil ánægja var með þátttöku nemenda sem unnu að ljóðagerðinni bæði sem einstaklings- og hópaverkefni.  Sigurvegarinn var Eygló Sunna með eftirfarandi ljóð: …

Íslensku menntaverðlaunin

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember. Þar fékk Menntaskóli Borgarfjarðar hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Menntaskóli Borgarfjarðar fór í gerð þessara breytinga með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir líf og störf í síbreytilegu samfélagi. Stóru málin í heiminum eins og fjórðu iðnbyltinguna, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um …