KVAN í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Síðustu tvö ár hefur KVAN komið og verið með námskeið fyrir nýnema hér við MB. Í gær var fyrsti dagurinn af þremur á þessari önn. Farið er yfir markmiðasetningu, styrkleikaþjálfun, “lífshjólið” samvinnu og þægindarhringinn. Við erum stolt og ánægð með þessa flottu samvinnu!

Námsmatsdagur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Miðvikudagurinn 21. september er námsmatsdagur (varða nr. 1). Kennsla fellur niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

KVIKA

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er allt komið á fulla verð í Kvikunni. Aðstaðan og aðbúnaðurinn eru orðin ansi vegleg. Nemendur eru farnir að spreyta sig í 3D prentun, vínyl- og laserskurði ásamt því að nota hljóð- og myndverið. Hvetjum sem flesta að koma og nýta sér þessa frábæru og skemmtilegu aðstöðu.

Bygging Nemendagarða

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag skrifuðu formenn stjórna Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar undir viljayfirlýsingu í tengslum við verkefnið Borgarbraut 63 – uppbygging íbúðarhúsnæðis og nemendagarða. Skipulagsvinna er í gangi af hálfu skipulagsyfirvalda í Borgarbyggð að því svæði sem lóðin stendur á og mun þeirri vinnu ljúka á allra næstu dögum og vikum. Í yfirlýsingunni kemur fram „Við erum sammála um að fyrir lok …

Ný stjórn nemendafélags MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningu í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2022 – 2023 er lokið. Nýju stjórnina skipa þau Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson formaður, Thelma Rögnvaldsdóttir ritari, Kolbrún Katla Halldórsdóttir meðstjórnandi, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Alexander Jón Finnsson skemmtanastjóri.

Jöfnunarstyrkur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki á menntasjodur.is  Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á menntasjodur.is /MITT LÁN og  island.is. Umsóknarfrestur vegna haustannar 2022 er til 15. október næstkomandi.

Aldrei fleiri nemendur skráðir í nám

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í haust eru skráðir í nám 172 nemendur og hafa þeir aldrei verið fleiri við MB. Þetta er gríðarstór áfangi og gleðilegur. Upphaf skólastarfs hefur gengið mjög vel í MB þetta haustið. Nemendur farnir að skila inn verkefnum í flestum áföngum enda eitt aðalsmerki skólans að við skólann er verkefnabundið nám sem þýðir að nemendur vinna jafnt og þétt alla …

Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og skólaárið 2021 – 2022 mun Borgarbyggð  opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenning þannig að almenningur geti keypt sér far með bílunum.  Þá verða teknar upp morgunferðir alla virka daga yfir vetrartímann frá Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarnes. Nemendum býðst því áfram að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja eða Varmalands og þaðan verður farið kl: …

Upphaf skólastarfs

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband. Kennarar eru að vinna að undirbúningi …

Ráðning í skapandi rými

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á vordögum auglýsti MB lausa til umsóknar stöðu umsjónaraðila Kviku. Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Kvikan mun einnig vera opin almenningi og öðrum skólastigum eins …