Home » Fréttir

Category Archives: Fréttir

Nemendur MB þjálfa

Hluti af námi í áfanganum íþróttafræði 3ÞS06 felst í því að nemendur fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun einstaklinga í þreksalnum í íþróttahúsinu. Nemendur útbúa æfingaáætlun fyrir einstaklinginn og framkvæma æfingarnar með honum. Verkefnið tókst vel og voru bæði „þjálfarar“ og gestir íþróttahússins ánægðir. Á myndinni er Arnar Smári Bjarnason nemandi í MB ásamt ánægðum viðskiptavini

Öskudagur í MB

Öskudagurinn er fyrsti dagurinn í lönguföstu, sem hefst í sjöundu viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn dregur nafn sitt af því að ösku af brenndum pálmagreinum var dreift yfir höfuð kirkjugesta á þessum degi. Sá siður tíðkast enn í kaþólsku kirkjunni að ösku er smurt yfir enni kirkjugesta á öskudegi.  Nokkrir í MB gerðu sér glaðan dag og mættu í grímubúningi  í tilefni dagsins.

Innritun á starfsbraut

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun.

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.