Fundarboð Boðað er til hluthafafundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. föstudaginn 16. febrúar 2024 nk. kl. 12:00. Staður: Menntaskóli Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi Dagskrá Ákvörðun aðalfundar um kjör stjórnarmanna frá dags: 14.4.2023 borin undir fundarmenn til staðfestingar. Önnur mál löglega borin upp Borgarnesi 8. febrúar 2024 _______________________________ Bragi Þór Svavarsson, skólameistari
Annáll 2023
Fyrst af öllu langar mig til að þakka nemendum, foreldrum og forráðamönnum, stjórn og ekki síst samstarfsfólki í MB fyrir frábært samstarf á árinu. Sá mikli samhugur sem einkennir skólasamfélagið er gríðarlega mikils virði og gerir það að verkum að skólinn er reiðubúinn til að takast á við áskoranir og gera úr þeim tækifæri. Við áramót er öllum hollt að …
Útskrift haustönn 2023
10 nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum og njóta samveru með starfsfólki. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og …
Innritun lokið
Innritun nemenda úr tíunda bekk í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir komandi skólaár er lokið. Alls innritast 51 nemandi úr 12 póstnúmerum úr tíunda bekk árið 2023. Um er að ræða mikla fjölgun frá fyrri árum og aldrei fleiri nemendur innritast úr tíunda bekk frá stofnun skólans. Það lítur því út fyrir að fjölgun staðnema frá fyrra ári sé um 20%. Við …
Skóladagatal 2023 – 2024
Hér má nálgast skóladagatal fyrir skólaárið 2023 – 2024 Sjá hér
Brautskráning 2023
Föstudaginn 26. maí voru 40 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Elinóra minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi en samt bara byrjunin. Elinóra sagði „…en það mikilvægasta sem að við höfum lært á menntaskólaárunum er ef til vill eitthvað allt annað. Að læra að vinna fyrir hlutunum, að læra …
Brautskráning 26. maí
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar 2023 verður föstudaginn 26. maí klukkan 14:00 Útskriftarefni eru beðin um að mæta í skólann klukkan 12:30. Dagskrá kemur síðar.
Laus störf
Lausar eru til umsóknar kennarastöður við MB. Sjá nánar hér! https://alfred.is/vinnustadir/menntaskoli-borgarfjardar/storf
Frábær styrkur til KVIKU
Stór hópur kvenna sem eru starfandi í kvenfélögum í Borgarfirði komu í heimsókn hingað í MB á dögunum. Tilefnið var að félögin ásamt Sambandi Borgfiskra kvenna færðu MB höfðinglega styrki til uppbyggingar Kviku – skapandi rými. Frábær viðurkenning fyrir okkur í MB að kvenfélögin sem til er stofnað með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, …
Rótarý styrkir KVIKU
Við í Menntaskóla Borgarfjarðar fengum frábæra heimsókn í síðustu viku. Til okkar komu félagar í Rótarý – klúbb Borgarnes. Félagar í klúbbnum þáðu kvöldverð og kynningu á starfi skólans. Við þetta tilefni tilkynnti Rótarý klúbburinn að þeir veittu MB veglegan styrk til uppbyggingar Kviku skapandi rými. Styrkurinn er veittur úr sjóði er ber heitið Hvatningarsjóður og hefur það hlutverk …