Íslensku menntaverðlaunin

Bragi Þór SvavarssonFréttir

 Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember. Þar fékk Menntaskóli Borgarfjarðar hvatningarverðlaun íslensku menntaverðlaunanna fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Menntaskóli Borgarfjarðar fór í gerð þessara breytinga með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir líf og störf í síbreytilegu samfélagi. Stóru málin í heiminum eins og fjórðu iðnbyltinguna, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um …

KVIKA

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er allt komið á fulla verð í Kvikunni. Aðstaðan og aðbúnaðurinn eru orðin ansi vegleg. Nemendur eru farnir að spreyta sig í 3D prentun, vínyl- og laserskurði ásamt því að nota hljóð- og myndverið. Hvetjum sem flesta að koma og nýta sér þessa frábæru og skemmtilegu aðstöðu.

Bygging Nemendagarða

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag skrifuðu formenn stjórna Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar undir viljayfirlýsingu í tengslum við verkefnið Borgarbraut 63 – uppbygging íbúðarhúsnæðis og nemendagarða. Skipulagsvinna er í gangi af hálfu skipulagsyfirvalda í Borgarbyggð að því svæði sem lóðin stendur á og mun þeirri vinnu ljúka á allra næstu dögum og vikum. Í yfirlýsingunni kemur fram „Við erum sammála um að fyrir lok …

Almenningssamgöngur

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Líkt og skólaárið 2021 – 2022 mun Borgarbyggð  opna skóla- og tómstundabíla sveitarfélagsins fyrir almenning þannig að almenningur geti keypt sér far með bílunum.  Þá verða teknar upp morgunferðir alla virka daga yfir vetrartímann frá Varmalandsskóla og Kleppjárnsreykjaskóla í Borgarnes. Nemendum býðst því áfram að fara með skólabílum frá sínu heimili til Kleppjárnsreykja eða Varmalands og þaðan verður farið kl: …

Upphaf skólastarfs

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Nú er starfið að komast í fullan gang í skólanum eftir sumarleyfi. Starfsfólks skrifstofu vinnur hörðum höndum að undirbúningi og er skirfstofa skólans opin. Við hvetjum nemendur og forráðamenn  til að hafa samband ef þurfa þykir.  Eins er enn hægt að skrá sig í fjarnám við MB og um að gera að hafa samband. Kennarar eru að vinna að undirbúningi …

Ráðning í skapandi rými

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Á vordögum auglýsti MB lausa til umsóknar stöðu umsjónaraðila Kviku. Kvikan er náms- og kennslurými fyrir fjölbreytta og skapandi vinnu í öllum áföngum skólans. Nemendur og starfsfólk geta nýtt sér aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verklegri kennslu í öllum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Kvikan mun einnig vera opin almenningi og öðrum skólastigum eins …

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt MB til þróunar námsefnis fyrir STEAM nám og kennslu. Stóru málin í heiminum eins og fjórða iðnbyltingin, umhverfismálin og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, ásamt lýðfræðilegum áskorunum kalla á aukna nýsköpun á öllum sviðum mannlífs og samfélags. Stefnur íslenskra stjórnvalda í menntamálum og nýsköpun til ársins 2030 endurspegla mikilvægi þess að ungt fólk búi yfir hæfni …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar og Stéttarfélag Vesturlands  hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Við í  Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklát fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er framsýnt stéttarfélag sem lætur sig varða andlega og/eða félagslega erfiðleika ungs fólks. Framkvæmd er þannig háttað að tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk …

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar fékk úthlutað veglegum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands á dögunum. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.  Menntaskóli Borgarfjarðar sóttist eftir styrk til að  stofna og reka fjölnota skapandi rými sem ber vinnuheitið Kvikan. Kvikan á að styðja við nýsköpun og þróun frumgerða á hugmyndum með því að bjóða aðgang að verkfærum eins og …

Útskrift 2022

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …