Samstarf MB og NFU í Svedala

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Þessa viku eru 15 sænskir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð á Íslandi. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í fjórða sinn sem nemendur hans koma hingað. Svíarnir hafa farið, ásamt nemendum MB, í tvær vettvangsferðir. Í þeirri fyrri voru uppsveitir Borgarfjarðar skoðaðar. Í Reykholti fræddust nemendur um sögu staðarins og skoðuðu …

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Aðalfundur menntaskóla Borgarfjarðar fer fram miðvikudaginn 3. maí klukkan 12:00 í Hjálmakletti. Dagskrá samkvæmt grein 3.2 í samþykktum félagsins 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Kosning endurskoðunarfélags til eins árs 5. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað eða tap félagsins og framlög í varasjóð 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf …

Innritun á haustönn 2017

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.  Innritað er á www.menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 9. júní. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Föstudagurinn 7. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska 🙂  

Árshátíð NMB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Árshátíð Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) var haldin hátíðlega í gær. Veislustjórinn var Pétur Örn Guðmundsson eða Pétur Jesú eins og hann er oft kallaður og fórst honum það verkefni vel úr hendi. Veisluföngin komu frá Galito á Akranesi eins og undanfarin ár og alltaf jafnmikil ánægja með matinn frá þeim. Ekki var annað að sjá en að nemendur og starfsfólk …

Skólakynning fyrir 10. bekki

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Í morgun komu um 60 nemendur úr 10. bekkjum Borgarbyggðar, Dalabyggðar og Hvalfjarðarsveitar á kynningardag í MB. Nemendurnir komu saman á sal skólans þar sem skólameistari ávarpaði hópinn og bauð alla velkomna. Að því loknu var gengið um skólahúsnæðið og kennarar kynntu fyrir nemendum sína áfanga og námsgreinar. Heimsókninni lauk með smá hressingu og spjalli við nemendur. Fleiri myndir má …

Blómlegt félagslíf

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Síðastliðinn sunnudag var síðasta sýning á Línu Langsokki í uppsetningu Leikfélagsins Sv1. Starfsfólk MB er mjög stolt af leikhópnum og öllum þeim sem komu að sýningunni og vill þakka Geir Konráði Theodórssyni sérstaklega fyrir leikstjórn og utanumhald um sýningarnar og aðkomu grunnskólanemenda. Það var mjög góð aðsókn á leikritið og ánægjulegt að sjá blómlegt leiklistarlíf nemenda. Næsta verkefni í félagslífi …

Kvikmyndaskólinn með kynningu í MB

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Kvikmyndaskóli Íslands verður með kynningu kl. 11:20 – 12:00 fimmtudaginn 6. apríl í stofu 100. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir!

Lokaverkefni – málstofur á þriðjudag og fimmtudag

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …

Vetrarfrí 24. febrúar

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Á morgun 24. febrúar er vetrarfrí í Menntaskóla Borgarfjarðar og skólinn því lokaður.