Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð til 4. janúar en skóli hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar. Hægt er að ná í skólameistara í síma 894-1076 ef málin þola ekki bið.

Skólastarf á vorönn 2017

Lilja Ólafsdóttir Fréttir

Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 6. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 6. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu miðvikudaginn 4. janúar 2017. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 3. janúar. Nemendafélagsgjald …