Innritun á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hófst mánudaginn 6. apríl og lýkur sunnudaginn 31. maí. Þeir nota til þess rafræn skilríki eða Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is  Sótt er um á menntagatt.is Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 6. maí til 10. júní. Nemendur í 10. …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 3. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl kl. 8:20. Gleðilega páska!

Forinnritun í framhaldsskóla á haustönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 9. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2004 eða síðar) hófst mánudaginn 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í …

Vetrarfrí 27. og 28. febrúar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar verða í vetrarfríi fimmtudaginn 27. febrúar og föstudaginn 28. febrúar. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 mánudaginn 2. mars og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag klukkan 8:20.

Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hófst þann 1. febrúar sl. og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja …

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á www.lin.is eða island.is. Umsóknarfrestur vegna vorannar 2020 er til 15. febrúar næstkomandi.

Lið MB mætir liði FG í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á morgun 8. janúar kl. 20:30 á RUV null.  Lið MB skipa þau Erla Ágústsdóttir, Svava Björk Pétursdóttir og Þórður Brynjarsson. Varamaður er Haukur Ari Jónasson og þjálfari er Þorkell Már Einarsson.

Nemendur MB í fremstu röð

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Margir nemendur MB leggja stund á hinar ýmsu íþróttir. Um helgina fór fram kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Nemendur MB voru áberandi þegar kom að verðlaunum og má nefna að fjórir af fimm efstu í kjörinu eru annaðhvort núverandi eða fyrrverandi nemendur við skólann. Við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju.

Vorönn 2020

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Stundatöflur vorannar 2020 eru nú aðgengilegar í Innu. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 7. janúar kl. 8:20. Bókalista annarinnar má finna á heimasíðu skólans á slóðinni https://menntaborg.is/namid/bokalistar/ Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá þriðjudegi 7. janúar til föstudags 10. janúar.