Innritun

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram frá 6. maí til 10. júní, Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, Opið er fyrir innritun eldri nema  til 31. maí.  (fæddir 2004 og fyrr), nemendur sækja um skólavist inn á www.menntagatt.is Sjá námsbrautir og áfanga í boði á haustönn á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Nánari upplýsingar um …

Ný stjórn NMB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2021 – 2022 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Daníel Fannar Einarsson formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir ritari, Vilhjálmur Ingi Ríkharðsson skemmtanastjóri og Þórunn Sara Arnarsdóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju með kjörið og hlökkum til samstarfsins.

Lokaverkefni í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Um þessar mundir eru nemendur að skila af sér lokaverkefnum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í á undanförnum mánuðum. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á …

Gleðilega páska – páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag, föstudaginn 26. mars er samkv. dagatali síðasti „kennsludagur“ fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 7. apríl kl. 9:00. Fyrirkomulag kennslu eftir páska verður kynnt síðar. Gleðilega páska.

Forinnritun nemenda í 10. bekk

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir dagana 8. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2005 eða síðar) hófst í dag, mánudaginn 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast …

Lokavekefni – málstofur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; svefn, gæði vatns, fóðrun og umhirða hrossa, sjóslys, kvíði barna, fyrirburar, rafíþróttir, sykursýki, ADHD sjúkdómurinn, hrun í tölvuleikjaiðnaði árið 1983, spilling innan FIFA, sjálfstraust og sjálfstal í íþróttum, Daisuke …

Innritun á starfsbraut

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hófst þann 1. febrúar sl. og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja um skólavist á menntagatt.is  Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja …

Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf í desember

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Átta nemendur, Aleksandar Milenkoski, Andri Freyr Dagsson, Aníta Ýr Strange, Íris Líf Stefánsdóttir, Julian Golabek, Óliver Kristján Fjeldsted, Stefán Fannar Haraldsson og Þórður Brynjarsson, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 18. desember.  Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á myndinni má sjá helming hópsins ásamt …

Innritun á vorönn 2021

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2021 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Málstofa – lokaverkefni

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Útskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Fangelsi á Íslandi, betrun eða refsing, vísindabyltingin, Albert Einstein, José Mourinho og árangur hans, þróun tónlistar, Akira Kurosawa og áhrif hans á kvikmyndir og leiðir til að læra nýtt tungumál. Nemendur kynntu verkefni sín í morgun og svöruðu fyrirspurnum á málstofu. Kynningarnar voru …