Fyrirlestur um geðræn málefni

RitstjórnFréttir

Hópur háskólanema hefur unnið að því að búa til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir nemendur í menntaskólum. Í kringum þetta starf var félagið Hugrún stofnað en að því standa nemendur í læknisfræði, sálfræði og hjúkrunarfræði við HÍ. Markmið fræðslunnar eru m.a. að eyða fordómum tengdum geðsjúkdómum og að kenna nemendum hvað stuðli að góðri andlegri heilsu. Í morgun komu þau …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2017

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2017 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Tómas R. Einarsson í heimsókn í MB

RitstjórnFréttir

Tómas R. Einarsson heimsótti nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í dag. Tómas er þekktur fyrir frábæra hæfileika á kontrabassa og sem djass tónskáld auk þess sem hann hefur tekið að sér þýðingar á spænskum bókmenntum yfir á íslensku. Tómas er einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djassmenningu og hefur unnið með mörgum góðum tónlistarmönnum eins og Mugison, Ragnheiði Gröndal, Sigríði Thorlacius …

West Side

RitstjórnFréttir

West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið í Borgarnesi í gær.  Keppt var í blaki, fótbolta, körfubolta og fílabolta í íþróttahúsinu, pítsa snædd í mennta-skólanum og loks …

Surtarbrandur

RitstjórnFréttir

Jarþrúður Ragna er nemandi á Náttúrufræðibraut við Menntaskóla Borgarfjarðar en hún og fjölskylda hennar á Brjánslæk færðu raungreinastofu MB þennan surtarbrand að gjöf fyrr í mánuðinum. Surtarbrand má finna víða á Vestfjörðum í setlögum milli hraunlaga. „Talið er að þau hafi myndast í lægðum í landslaginu úr gróðurleifum, mó og trjábolum sem kolast hafa fyrir áhrif jarðhita og jarðlagafargs.“ (Heimild: …

Lokaverkefni – málstofa

RitstjórnFréttir

Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt má þar nefna; Parkinson sjúkdóminn, bíla- og vélaframleiðandann Honda, sjálfbær þróun, súkkulaði, listamanninn Van Gogh, sögu teiknimynda og Alzheimer sjúkdóminn. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á málstofunni í morgun.  Kynningarnar voru góðar og augljóst að nemendur hafa lagt mikinn metnað í vinnuna.

Lýðræði – Skuggakosningar

RitstjórnFréttir

Þessa viku standa yfir haustdagar í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur vinna með hugtakið lýðræði og vinna verkefni þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi. Þema þessara haustdaga á vel við því að lýðræðisdagar og skuggakosningar fara nú fram í framhaldsskólum landsins. Upplýsingar um skuggakosningarnar er hægt að finna á vefsíðunni www.egkys.is Í gær komu frambjóðendur stjórnmálaflokka í heimsókn og …

Haustdagar Menntaskóla Borgarfjarðar

RitstjórnFréttir

Mánudaginn 10. október verður enginn kennsla vegna starfsdags kennara. Dagana 11. – 13. október verða haustdagar með uppbroti á hefðbundinni kennslu. Nemendur munu taka þátt í skuggakosningum og vinna verkefni sem tengjast lýðræði, með lýðræðislegum vinnubrögðum. Við fáum ýmsa fyrirlestra og kynningar og nemendur kynna verkefni sín á sal á fimmtudaginn 13. okt klukkan 10 – 12 (tímasetning gæti breyst). …

Heimsókn MB til NFU í Svedala

RitstjórnFréttir

Dagana 26. september til 1. október sl. heimsótti hópur nemenda MB, ásamt kennurum, NFU menntaskólann í Svedala á Skáni. Ferðin er hluti af verkefninu: „From Egill Skallagrímsson to frontline science“.  Þetta var þriðja heimsókn af fjórum og í annað skiptið sem nemendur MB fóru út. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og ýmislegt gert bæði til fróðleiks og skemmtunar. Í þessari heimsókn reyndi …