Nemendur í áfanganum FÉL3A06 í Menntaskóla Borgarfjarðar könnuðu nýverið í sínum hópi þekkingu á stjórnmálatengdu efni, svo sem stjórnmálamönnum og fjölmiðlaumræðu síðustu ár. Þrjár rannsóknir voru gerðar á þekkingu nemenda og voru niðurstöður þeirra mjög sambærilegar, nefnilega að þekking nemenda á stjórnmálum er afar lítil. Þó er ánægjulegt að sjá að þekking nemenda jókst því eldri sem þeir eru. Í …
Foreldradagur Heimilis og skóla haldinn í MB
Hvernig geta foreldrar unnið að forvörnum og stuðlað að velferð barna? Foreldradagur Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, var haldinn í þriðja sinn þann 22. nóvember sl. og fór dagskráin fram í Menntaskóla Borgarfjarðar. Markmið foreldradagsins var nú sem endranær að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið var upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir í víðu …
Íbúafundur í Hjálmakletti 21. nóvember
Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl.20.00. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. symptoms of diabetes zp8497586rq
Heimsókn frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Kennarar og fleira starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kom í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu. Á sameiginlegum fundi gerði Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari MB, grein fyrir skipulagi náms í skólanum en þar er gert ráð fyrir að nám til stúdentsprófs taki að öllu jöfnu þrjú ár í stað fjögurra. Jón Eggert Bragason, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, lýsti áhuga á frekara samstarfi …
Æfingar hafnar á söngleiknum Grease
Leiklistarhópur MB hóf nýverið æfingar á söngleiknum Grease en fyrirhugað er að frumsýna verkið í janúar. Valið hefur verið í flest hlutverk og með hlutverk þeirra Sandy og Danny fara Ingibjörg Kristjánsdóttir og Stefnir Ægir Stefánsson. Fjölmargir nemendur menntaskólans taka þátt í sýningunni auk þriggja nemenda úr tíunda bekk grunnskólans í Borgarnesi. Leikstjóri er Bjarni Snæbjörnsson. Bjarni er nemendum að …
Nemendur í íþróttafræði hjálpa til í íþróttaskólanum
Nemendur í íþróttafræði 1A06 við MB sáu um íþróttaskóla fyrir 2-6 ára börn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Umsjón með tíma í íþróttaskólanum er hluti af verkefnavinnu nemenda í áfanganum. Tíminn tókst sérstaklega vel og og að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar kennara fóru allir glaðir og ánægðir heim jafnt menntaskólanemar sem börnin. Tímar í íþróttaskólanum eru einu sinni í …
Vel heppnað West-Side
Árlega hittast nemendur framhaldsskólanna í Borgarnesi (MB), á Akranesi (FVA) og í Grundarfirði (FSN) á skemmtun sem nefnist West-Side. Í ár var Menntaskóli Borgarfjarðar gestgjafinn. Byrjað er á íþróttamóti, síðan er spurningakeppni í anda Gettu betur og endað á balli um kvöldið. Það er samdóma álit að West-Side í ár hafi heppnast vel í alla staði. Sigurvegari í West-Side 2013 …
Ungur rithöfundur spjallar við nemendur
Halldór Armand Ásgeirsson er ungur rithöfundur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu bók, Vince Vaughn í skýjunum. Halldór leit við í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skömmu, spjallaði við nemendur og las úr bókinni. Vince Vaughn í skýjunum inniheldur tvær nóvellur. Í þeim er meðal annars fjallað um internetið þar sem allir geta orðið stjörnur. Aðalpersónur sagnanna eru Sara og Þórir, …
Grunnnám björgunarsveita kennt í MB
Nýlega var skrifað undir samning þess efnis að Menntaskóli Borgarfjarðar mun á næstu tveimur árum bjóða upp á kennslu í Björgunarmanni 1 sem er grunnnám fyrir björgunarsveitafólk. Fjórar björgunarsveitir af svæðinu, Brák, Heiðar, Ok og Elliði auk Björgunarskóla Landsbjargar eru aðilar að samningnum. Markmið samningsins er að auka nýliðun í björgunarsveitunum og styðja ungt fólk til að afla sér þekkingar …
Góður árangur Þorkels Más
Þorkell Már Einarsson nemandi á náttúrufræðibraut fékk afhenta viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 8. október sl. Hann varð í 20-24. sæti af 136 keppendum á efra stigi í forkeppninni og öðlaðist þar með rétt til þátttöku í lokakeppninni sem haldin verður í mars 2014. Afhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík og það eru félag raungreinakennara í framhaldsskólum …