Brautskráning 5. júní

RitstjórnFréttir

Föstudaginn 5. júní næstkomandi verður brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin verður á sal skólans og hefst kl. 11:00. Rúmlega 20 stúdentar munu útskrifast frá skólanum auk tveggja nemenda af starfsbraut. Allir velkomnir.

Ný stjórn Nemendafélags MB

RitstjórnFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2015 -16 fóru fram í dag. Nýju stjórnina skipa þau Egill Þórsson formaður, Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri, Ágúst Vilberg Jóhannsson skemmtanastjóri og Haukur Birgisson ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda …

Krufningar

RitstjórnFréttir

Nemendur í líffræði fengu nýlega það óvenjulega verkefni að kryfja tvær tófur sem voru skotnar  í landi Brennistaða í Flókadal. Krufning á læðunni leiddi í ljós 7 nær fullburða yrðlinga.  Verkefnið gaf nemendum góðar upplýsingar um líffærafræði spendýra. Þeir nemendur sem ekki treystu sér til að koma beint að krufningunni fengu að fylgjast með úr fjarlægð.

Fyrsti stúdentinn af búfræðisviði náttúrufræðibrautar

RitstjórnFréttir

Berglind Ýr Ingvarsdóttir útskrifast í júní af sameiginlegri braut Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún útskrifast því samtímis með stúdentspróf af búfræðisviði náttúrufræðibrautar og búfræðipróf. Nemendur þessarar sameiginlegu brautar taka fyrstu tvö námsárin í menntaskólanum og leggja þá áherslu á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raunvísinda. Síðan taka við tvö ár í búfræðinámi á …

Í High School of Glasgow

RitstjórnFréttir

Í byrjun mars fóru starfsmenn MB í náms- og kynnisferð til Glasgow. Þrír skólar voru heimsóttir í ferðinni, Glasgow University, Glasgow Kelvin College og High School of Glasgow. Meðfylgjandi frétt birtist nýverið á vef síðastnefnda skólans. http://www.glasgowhigh.com/news/2015/march/visitors-from-iceland/ Við fengum sérlega góðar móttökur í skólunum þremur og mikla fræðslu um menntakerfið skoska og kennslu á öllum skólastigum.

MB í samstarfi við sænskan skóla

RitstjórnFréttir

Á næstunni er von á 23 sænskum nemendum ásamt kennurum og fylgdarliði í heimsókn í MB. Svíarnir koma frá alþjóðlegum menntaskóla í Kalmar (CIS – Calmar Internationella Skola) í sænsku Smálöndunum. Samstarf menntaskólans í Kalmar og MB hefur staðið frá árinu 2008 og er þetta í annað sinn sem nemendur þaðan koma í Borgarnes og MB hefur tvisvar sinnum sent …

Málþing um kynjafræði

RitstjórnFréttir

Vorið 2013 var í fyrsta sinn kennd kynjafræði við MB. Hluti af þeim áfanga var að fara í vettvangsferð til Reykjavíkur að hitta ýmsa sérfræðinga í málefnum kynjanna. Í spjallhópi kynjafræðikennara kom í kjölfarið upp sú hugmynd að halda málþing kynjafræðinema og stefnt var að því að gera það vorið 2014. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara var því málþingi frestað til haustsins. …

Blómstrandi félagslíf

RitstjórnFréttir

Nýverið tóku fimm strákar úr MB þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna og stóðu sig afar vel þótt ekki næðu þeir verðlaunasæti. Stefnir Ægir Berg Stefánsson söng við undirleik Styrmis Inga Stefánssonar, Kára Jóns Sigurðarsonar, Sigurðar Eggerts Sigurðssonar og Einars Gilberts Einarssonar. Nú stendur yfir vinna við skólablaðið  Eglu sem gert er ráð fyrir að komi út í lok mánaðarins. Þetta verður …

Boðað til aðalfundar 22. apríl

RitstjórnFréttir

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54 og hefst kl. 12:00. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf.

Gestir frá Svíþjóð

RitstjórnFréttir

Nýverið komu 12 sænskir nemendur og tveir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð til Íslands. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í annað sinn sem nemendur hans koma hingað. Það voru einkum nemendur á fyrsta ári náttúrufræðibrautar MB sem tóku þátt í dagskránni með sænsku gestunum en fleiri nutu góðs af. Sænsku nemendurnir …