Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats. Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …
Páskaleyfi
Föstudagurinn 8. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 20. apríl kl. 9:00. Gleðilega páska!
Innritun eldri nemenda
Í dag 15. mars hófst innritun eldri nemenda sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla. Innritun lýkur föstudaginn 22. apríl. Sótt er um á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700.
Söngkeppni framhaldsskólanna
Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Húsavík sunnudaginn 3. apríl. Bein útsending á RÚV hefst klukkan 19:45. Signý María mun syngja lagið Heyr mína bæn fyrirhönd MB. Lagið, sem margir þekkja í flutningi Ellýjar Vilhjálms, er erlent við texta eftir Ólaf Gauk.
Námsmatsdagur – varða nr. 2
Varða 2 – námsmatsdagur. Kennsla fellur niður þennan dag.
Málstofa – lokaverkefni
Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …
MB mannréttindaskóli 2021
Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut í dag viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International sem mannréttindaskóli ársins 2021. Þetta er í fyrsta sinn sem að skólinn sigrar keppnina og hlaut hann verðlaun fyrir frammistöðu sína í framhaldsskólakeppni samtakanna. Nemendur skólans söfnuðu alls 475 undirskriftum sem voru hlutfallslega flestar undirskriftir miðað við nemendafjölda í framhaldsskólum á landinu. Menntaskóla Borgarfjarðar er umhugað um að fræða nemendur …
Lífsnámsvika MB – alls kyns
Þá er hafinn fyrsti áfanginn í Lífsnámi MB. Allir nemendur MB eru í áfanganum Alls- kyns sem er helgaður umfjöllun um kynlíf, kynhneigðir og kynheilbrigði með áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Nemendur vinna í hópum að ákveðnum verkefnum sem tengjast þessu umfjöllunarefni. Spennandi vika framundan. Alls – kyns MB
Útivistarferð nemenda MB
Á vorönn 2022 er kenndur áfanginn Útivist í snjó. Í áfanganum er farið í eina vetrarferð með áherslu á skíðaiðkun. Áfanginn hefst á undirbúningi fyrir ferð af þessu tagi og farið yfir atriði sem snúa að því að vinna við krefjandi vetraraðstæður. Farið yfir búnað, nesti, öryggisatriði og líkamlegt ástand sem þarf til ferða að þessu tagi. 17 nemendur ásamt …
2smart2start – Erasmus
Erasmus verkefnið 2smart2start sem hófst árið 2019 hefur legið í dvala í 2 ár vegna covid. Nú erum við að fara af stað aftur og fyrstu tveir fundirnir verða rafrænir í gegnum Teams. Á mánudag var rafrænn fundur á Teams með um 150 nemendum frá fimm löndum (Ísland, Finnland, Pólland, Rúmenía, Tyrkland). Tyrkirnir eru „gestgjafar“ þessa viku. MB verða svo …