Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Viljum minna á að umsóknarfrestur vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef námsmaður sækir um eftir 15. febrúar að þá skerðist styrkurinn um 15%. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is.

Námsmatsdagur – varða 1

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Fimmtudagurinn 10. febrúar er námsmatsdagur (varða nr. 1). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda.

Fjarkennsla á morgun 7.2

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Kæru nemendur MB. Í ljósi rauðrar viðvörunar og almennrar skynsemi ætlum við í MB að hafa kennslu í formi fjarnáms á morgun mánudag. Kennarar munu senda ykkur upplýsingar, í gegnum kennslukerfið um fjarfund. Tekin verður mæting líkt og um væri að ræða hefðbundna kennslustund.   Förum varlega og nýtum tímann vel á okkar heimili við lærdóm.

Lið MB mætir MTR í fyrri umferð Gettu betur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Menntaskólanum á Tröllaskaga á morgun 12. janúar kl. 19:00 á ruv.is.  Lið MB skipa þau Elfa Dögg , Kolbrún Líf og Jóhann Haraldur. Varamenn eru Bjartmar Áki, Þórður Logi og Jara Natalia. Þjálfari er Ólöf Björk Sigurðardóttir.

Skólaþróun í MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Um leið og við í MB óskum öllum gleðilegs árs og friðar viljum við upplýsa um stöðu á skólaþróunarverkefninu okkar. Margt af því sem hingað til hafa verið tillögur er að verða að veruleika og stikla ég á stóru hér að neðan hvað það varðar.   Þar ber fyrst að nefna að Lífsnámið sem fer af stað núna á vorönn og …

Kennsla á vorönn

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Kennsla á vorönn hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar kl. 9:00. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnir í framhaldsskólum þá verður fyrirkomulag kennslu með sama sniði og í desember – sjá reglugerð https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#framhaldsskolar

EGLA 2021

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Sjöunda tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, viðtöl við íþróttahetjur í héraði, umfjöllun um félagslíf og áfram mætti telja. Ritstjórn Eglu 2021 skipa fimm kraftmiklar stúlkur, Elisabeth Ýr Mosbech Egilsd. Ritstýra, Unnur Björg Ómarsdóttir Markaðsstjóri,  Freyja Ebba Halldórsdóttir Greinastjóri, Þórunn Tinna Jóhannsdóttir Meðstjórnandi, Eygló Sól Pálsdóttir Meðstjórnandi.Þeim til aðstoðar var …

Átta nemendur útskrifast frá MB

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á …

Jólapeysudagur í MB

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.