Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Framhaldsskólakennari í tölfræði – tímabundin hluta staða   Við Menntaskóla Borgarfjarðar er laus til umsóknar tímabundin staða framhaldsskólakennara í tölfræði á vorönn 2018. Um hlutastöðu er að ræða eða 5 x 40 mín á viku í 18 vikur. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í stærðfræði eða sambærilegri menntun og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2018

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameinlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2018 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Bilun er í umsóknarkerfinu hjá menntagátt en hægt er að nota þessa slóð til þess að sækja um skólavist  www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/ Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma …

Erasmus+ verkefni í Hollandi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hópur nemenda úr MB, ásamt kennurum er nú í Hollandi þar sem unnið er að Erasmus+ verkefni ásamt nemendum frá Hollandi, Spáni og Skotlandi. Verkefnið snýst um sjálfbærni og umhverfismál almennt. Fyrsti dagurinn fór í að kynnast hinum nemendunum og fá kynningu á því verkefni sem verið er að vinna og hefja vinnuna. Í gær fór hópurinn til Amsterdam og …

MB fær viðurkenningu

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Sveitarstjóri Borgarbyggðar, Gunnlaugur A. Júlíusson, heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar í dag og afhenti skólameistara viðurkenninguna “Ljósberi” sem er veitt til fyrirtækja og stofnana sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu. Menntaskóli Borgarfjarðar þakkar fyrir sig.

Lokaverkefni – málstofur

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …

West Side 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar (MB), Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið á Akranesi þann 12. október síðastliðinn. Rúmlega 40 nemendur frá MB lögðu leið sína á …

Skuggakosningar í dag

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í dag, fimmtudag eru skuggakosningar í MB. Þá hafa allir nemendur kosningarétt. Skuggakosningar í skólum á þessu stigi eru þáttur í uppeldi og aðlögun ungs fólks að samfélaginu og líkur benda til að þeir sem taka þátt í svona kosningum séu líklegri öðrum til að taka þátt í reglulegum kosningum til þings og sveitarstjórna.

Eðlisfræðitilraun

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Í síðustu viku gerðu nemendur í eðlisfræði verklega tilraun útá íþróttavelli. Tilraunin var í formi mælinga á 100 metra hlaupi. Verkefni nemendanna var að finna hraða og hröðun hlauparanna en nokkrir nemendur tóku það að sér að vera hlauparar. Nemendur skila svo niðurstöðum í myndbandi og skýrslu til kennara. Á facebook eru nokkrar skemmtilegar myndir frá þessum degi.

Nemendur MB stjórna hreyfistund í Uglukletti

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar heimsóttu leikskólann Ugluklett í gær og í dag. Þar fengu þau það það verkefni að stjórna hreyfistund sem stendur í 50 mínútur. Nemendur eiga að stjórna leikskólakrökkunum í leikjum og annarri hreyfingu. Hluti hópsins er í sal sem er í leikskólanum og er búinn ýmsum tækjum og tólum til hreyfingar. Hinn hlutinn er úti þar sem nemendur …

Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB í samstarfi við sjúkrasjóð Stéttarfélags Vesturlands

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Stéttarfélag Vesturlands og Menntaskóli Borgarfjarðar hafa endurnýjað samkomulag um sálfræðiþjónustu fyrir nemendur skólans. Tilvísun frá náms- og starfsráðgjafa MB veitir nemanda rétt á endurgreiðslu/styrk allt að fjórum sálfræðitímum á skólaárinu 2017-2018. MB greiðir fyrsta tímann og Sjúkrasjóður Stéttarfélags Vesturlands næstu þrjá, aðhámarki. Stjórnendur Menntaskóla Borgarfjarðar eru þakklátir fyrir þennan velvilja sem stjórn Sjúkrasjóðs Stéttarfélags Vesturlands sýnir nemendum MB.   Það er …