Angela og Elín Heiða tóku þátt í hæfileikakeppni

RitstjórnFréttir

Angela Gonder og Elín Heiða Sigmarsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. fimmtudagskvöld. Þær fluttu lagið Undo sem Sanna Nielsen söng í Eurovision keppninni sl. ár fyrir Svíþjóð.  Starfsbrautir 15 skóla á landsvísu tóku þátt í keppninni.  Pollapönkarar ásamt Siggu Eyrúnu sem varð í öðru sæti í fyrra voru dómarar og spiluðu  tvö …

Gestkvæmt í MB

RitstjórnFréttir

Árlega býður Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum tíundu bekkja í nágrenninu í heimsókn í skólann. Gestirnir ganga um skólahúsnæðið, líta í kennslustundir og fá fræðslu um skólastarfið. Um 70 nemendur úr Grunnskóla Borgarness, Varmalandsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla og Auðarskóla í Dölum komu í skólann nú í vikunni og var sú heimsókn skemmtileg og vel heppnuð í alla staði. Á miðvikudagskvöldið var svo kynningarfundur um …

Prjónamaraþon útskriftarnema

RitstjórnFréttir

Útskriftarnemendur efndu nýverið til prjónamaraþons í skólanum. Prjónað var að kappi í sólarhring. Markmiðið var að safna fé í ferðasjóð en hópurinn stefnir að utanlandsferð í byrjun sumars. Húfur og fleira sem prjónað var ætla nemendur að gefa Mæðrastyrksnefnd auk þess sem afgangsgarn verður gefið til góðra nota.

Nemendur bjóða upp á asískar kræsingar

RitstjórnFréttir

Nemendur í áfanganum „saga fjarlægra þjóða“ tóku sig til í dag og sáu um hádegisverð í mötuneyti skólans. Í áfanganum er fjallað um Ameríku, Asíu og Afríku frá örófi til nútímans. Markmið áfangans eru annars vegar að ná tökum á þeim vinnubrögðum sem gerðar eru kröfur um í fyrstu námskeiðum í háskóla og hins vegar að velta upp möguleikum á …

Kynjafræðiáfangi opnar augu nemenda

RitstjórnFréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að taka fyrir fjölmiðla í áfanganum KYN2A04. Salvör Gylfadóttir gerði rannsókn á fimm stærstu útvarpsstöðvum á Íslandi. Þær eru: FM 957, Bylgjan, Rás 2, Kiss FM og X-ið. Hún taldi fjölda karla og kvenna á Topp 20 vinsældalistum þessara útvarpsstöðva. Kom þá í ljós að konur mældust aldrei í hærra hlutfalli en 20% auk þess …

Athugun á stöðu kynjanna í fjölmiðlum

RitstjórnFréttir

Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Stefnir Ægir Stefánsson og Óli Valur Pétursson fjölluðu um tölvuleiki og ofurhetjur. Óli Valur byrjaði á að skoða hlutfall kvenna og karla í ofurhetjuheimunum og niðurstöðurnar voru sláandi. Hlutfall kvenna sem eru þekktar ofurhetjur er ótrúlega lágt. Í raun svo lágt að í 100 mest seldu teiknimyndasögunum var …

Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands

RitstjórnFréttir

Fjórar deildir innan Háskóla Íslands munu nota aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf) til að taka inn nemendur haustið 2015: Lagadeild, Hjúkrunarfræðideild, Hagfræðideild og Læknadeild. Tvær þær síðastnefndu nota einnig frekari próf til inntöku nema. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram 21. mars og 12. júní n.k. Skráning í A-prófið fer fram á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof en þar …

Lokaverkefni kynnt á málstofum

RitstjórnFréttir

Nemendur sem stefna að útskrift í vor vinna nú að lokaverkefnum sínum. Að venju kynntu nemendur verkefni sín á málstofum. Segja má að nemendur fjalli um allt milli himins og jarðar svo fjölbreytt er verkefnavalið. Nemendur og kennarar fjölmenntu á málstofurnar og lögðu spurningar fyrir frummælendur. Á myndinni er Sumarliði Páll Sigurbergsson að fjalla um geimsjónauka.

Endurmenntunarferð til Glasgow

RitstjórnFréttir

Starfsmenn Menntaskóla Borgarfjarðar fóru í endurmenntunarferð til Glasgow fyrir skemmstu. Þrír skólar í borginni voru heimsóttir, Glasgow University/School of Education, High School of Glasgow og Glasgow Kelvin College. Í háskólanum var hlýtt á fyrirlestra um skoskt skólakerfi og framtíðarsýn, námsmat, námskrárfræði, kennsluaðferðir o.fl. Rúmlega 1000 nemendur á aldrinum 3 – 18 ára leggja stund á nám í High School of …

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2015

RitstjórnFréttir

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1999 eða síðar) hefst miðvikudaginn 4. mars og lýkur föstudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Sjá …