Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Innritað verður frá 30. janúar til 29. febrúar 2012. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna. Umsækjendur sækja veflykil á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að …
Pílagrímar undirbúa sig
Í maí næstkomandi halda 5 nemendur og 2 kennarar til Portúgals í Comeniusarverkefninu „Migration and cultural influences“. Í þeirri ferð verður meðal annars gengin rúmlega 80 kílómetra leið, svokölluð Fatíma-leið. Gengið verður á þremur dögum þannig að nauðsynlegt er að undirbúa sig vel. Hópurinn gekk fyrstu æfingagöngu sína í síðustu viku, um 3 km. leið í snjó og þúfum frá …
Jöfnunarstyrkur
Athygli er vakin á því að nú er búið að opna fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks. Þeir nemendur sem búa utan Borgarness eru hvattir til að sækja um. Sótt er um á vefslóðinni www.lin.is, inn á ykkar svæði á INNU eða í heimabankanum. Umsóknarfrestur vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi.Best bounus online casinos 765qwerty765
MB úr leik í Gettu betur – munaði litlu
Lið Menntaskóla Borgarfjarðar tapaði fyrir liði Borgarholtsskóla 13-22 í Gettu betur á Rás 2 í gærkveldi. Einungis þrjú stig skildu að lið MB og stigahæsta taplið keppninnar sem komst áfram í aðra umferð. Myndin hér til hliðar var tekin í útvarpshúsinu í gærkvöldi. Frá vinstri Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, Inga Björk Bjarnadóttir og Jóhann Snæbjörn Traustason. Mynd: Heiðar Lind Hansson. …
Moodle tekið í notkun í MB
MB hefur tekið upp nýtt kennslukerfi frá og með þessari önn, vorönn 2012, sem heitir Moodle og kemur í staðinn fyrir Námskjá. Moodle býður upp á mikinn fjölda hagnýtra kennsluverkfæra s.s. öflugt einkunnabókhald, hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, rauntímaspjall, orðalista, gagnagrunna o.m.fl. Moodle er notað í fjölmörgum íslenskum framhaldsskólum og háskólum og um allan heim af skólum, fyrirtækjum og …
MB keppir í Gettu betur 19. janúar kl. 20:00 á Rás 2
Keppni Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgarholtsskóla í Gettu betur fer fram fimmtudaginn 19. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins okkar er Heiðar Lind Hansson. Varamenn liðsins eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun og Bárður Jökull Bjarkarson.
Gettu betur keppni frestað
Keppni Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgarholtsskóla í Gettu betur sem fara átti fram í kvöld á Rás 2 hefur verið frestað fram til 19. janúar vegna veðurs.cell phone spying 765qwerty765
Vorönn 2012
Stundatöflur (og tölvur til nýnema sem eru í 12 einingum eða fleiri) verða afhentar föstudaginn 13. janúar kl. 10. Stundatöflur og einkunnir verða aðgengilegar í INNU eftir kl. 16 fimmtudaginn 12. janúar. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 16. janúar. Óskir um breytingar á stundatöflu verða afgreiddar frá mánudegi 16. janúar til fimmtudags 19. janúar.essay writing services 765qwerty765
MB keppir í Gettu betur
Búið er að draga saman lið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur 2012. Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla þriðjudaginn 10. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins okkar er Heiðar Lind Hansson. Varamenn liðsins eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við …
Áskorendadagur og jólafjör
Þessa síðustu kennsludaga fyrir jól er hefðbundin dagskrá brotin upp með ýmsum uppákomum og skemmtilegheitum hér í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á þriðjudaginn bökuðu nemendur vöfflur og voru með heitt súkkulaði í morgunkaffinu. Í gær, miðvikudag var áskorendadagurinn, þar sem nemendur og kennarar kepptu sín á milli í nokkrum greinum. Að þessu sinni var keppt í fótbolta, körfubolta, splong dong, boccia, stígvélakasti …