Fulltrúar skólans fóru í liðinni viku til Izmir í Tyrklandi vegna undibúnings og áætlanagerðar vegna Comeniusarverkefnis skólans. Verkefnið heitir „Migration and cultural influences“ og fjallar um fólksflutninga og áhrif þeirra. Auk MB taka Telheiras 23 skólinn í Lissabon í Portúgal, Leibnizschule í Hannover í Þýskalandi, Groevenbeek frá Ermelo í Hollandi og Atakent Anadolu Lisesi frá Izmir í Tyrklandi þátt í …
Kennslumyndbönd í dansi
Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á dans og danskennslu. Nú hafa verið útbúin kennslumyndbönd í dansi sem eru aðgengileg hér á vef skólans. Þau eru hugsuð fyrir nemendur skólans og aðra áhugasama sem vilja æfa hin ýmsu dansspor.
Ferð nemenda í ferðamálafræði
Eitt af því sem við höfum gert í ferðamálafræði var að fara í litlum hópum á veitingastaði á svæðinu og kanna aðstæður þar. Við fórum á Landnámsetrið. Þar skoðuðum við okkur um og tókum viðtal við starfsmann. Þarna er margt í boði, það ber helst að nefna; Egils- og landnámssýningu, leiksýningar á veturna, veitingar og reglulegar sögustundir.
Bleikur dagur
Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að klæðast bleiku í dag og sýna með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Nemendur í ferðamálafræði létu ekki sitt eftir liggja og mætti því Björgvin Óskar með bleika hárkollu í tilefni dagsins.
Nemendur MB á ferð um Vesturland
Þriðjudaginn 5. október fóru nemendur úr ferðamálafræði og rekstrarhagfræði í Búðardal. Í Búðardal heimsóttum við Mjólkursamlagið, gerðum verðkönnun í Dalakjör og svo að lokum fórum við á Eiríksstaði.
Aðalfundur
Föstudaginn 27. ágúst verður aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf haldinn í skólanum að Borgarbraut 54. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og hefst fundurinn kl 14:00.
07-08-09-10 fundur
Fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 07-08-09-10 fundur. Þetta er fundur með öllum nemendum skólans og starfsfólki. Ársæll skólameistari fór yfir ýmsa þætti í starfi skólans eins og umgengni og skólareglur. Einnig fór hann yfir skóladagatalið og hvað er framundan í skólastarfinu. Lilja sagði stuttlega frá Innu og Námskjá. Fullrúar frá nemendafélaginu kynntu nemendafélagið og hvað væri framundan á vegum þess. …
Nýnemadagur
Í dag er nýnemadagur. Dagurinn hófst með móttöku eldri nema þar sem þeir afhentu nýnemum höfuðklút til aðgreiningar frá þeim eldri. Eldri nemar hafa merkt á gólf skólans sérstakar gönguleiðir ætlaðar nýnemum. Allt er þetta gert til gamans og liður í að efla andann í skólanum.
Móttaka nýnema
Þann 2. – 3. september sl. fóru nemendur og kennarar MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 9 og var fyrsti viðkomustaður bærinn Hestur í Borgarfirði en þar er starfrækt kennslu- og rannsóknafjárhús Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur fengu fræðslu um …
Ný stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar
Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar var haldinn 27. ágúst sl. og kaus fundurinn m.a. nýja stjórn en Torfi Jóhannesson og Sóley Sigurþórsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í stað þeirra komu ný inn i stjórn MB; Vífill Karlsson, hagfræðingur og Hanna Kristín Þorgrímsdóttir, kennari. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Vífill Karlsson kjörin formaður, Bernhard Þór Bernhardsson, varaformaður og …