Móttaka nýnema

Ritstjórn Fréttir

Þann 2. – 3. september sl. fóru nemendur og kennarar MB í árlega óvissuferð með nýnemum. Að vanda var öllum nemendum skólans boðin þátttaka í ferðinni og voru þátttakendur um 90 talsins. Lagt var af stað um kl. 9 og var fyrsti viðkomustaður bærinn Hestur í Borgarfirði en þar er starfrækt kennslu- og rannsóknafjárhús Landbúnaðarháskóla Íslands. Nemendur fengu fræðslu um …

Ný stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar

Ritstjórn Fréttir

Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar var haldinn 27. ágúst sl. og kaus fundurinn m.a. nýja stjórn en Torfi Jóhannesson og Sóley Sigurþórsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Í stað þeirra komu ný inn i stjórn MB; Vífill Karlsson, hagfræðingur og Hanna Kristín Þorgrímsdóttir, kennari. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Vífill Karlsson kjörin formaður, Bernhard Þór Bernhardsson, varaformaður og …

Nemendur koma til starfa

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Í framhaldi morgunverðarins fá nýnemar afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Einnig fá nemendur afhentar fartölvur. Eldri nemendur koma til starfa sama dag kl. 13:00 og fá afhentar stundaskrár, fartölvur og önnur tilheyrandi gögn.

Skiptibókamarkaður í fullu gangi

Skiptibókamarkaður NMB

Ritstjórn Fréttir

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar stendur fyrir skiptibókamarkaði í skólanum. Opið verður á frá 15:00 – 19:00 næstu daga. Þetta fer þannig fram að nemendur skila bókum og fá inneignarnótu á fyrir verðinu á bókunum sem var skilað. Ef keypt er fyrir meira en inneignarnótan segir þarf að borga strax en ef afgangur er af inneigninni verður borgað út í næstu viku. …

Foreldrafundur

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 23. ágúst kl 18:00 – 19:00 var fundur stjórnenda MB með foreldrum og forráðamönnum allra nemenda skólans. Á fundinum var almenn kynning á skólastarfinu og fulltrúar í stjórn nemendafélagsins verða með kynningu á starfssemi nemendafélagsins. Tími var til umræðna og fyrirspurna um allt sem snertir skólastarfið. Fundurinn verður í hátíðarsal skólans.

Nemendafjöldi haustönn 2010

Ritstjórn Fréttir

Nú þegar innritun fyrir haustönn 2010 er lokið er fjöldi nemenda sem óskar eftir skólavist á komandi hausti 150. Þar af eru 29 nemendur sem luku 10. bekk í vor og 21 sem ekki var í skólanum nú á vorönn 2010. Í dag verður þeim sem fengu skólavist send með pósti staðfesting þess efnis og greiðsluseðlar vegna innritunargjalda.

Skrifstofa skólans lokuð

Ritstjórn Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar verður lokaður frá og með 28. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofa skólans verður opnuð miðvikudaginn 4. ágúst. Að venju hefst nýtt skólaár með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks, sem verður að þessu sinni föstudaginn 20. ágúst kl. 9:00.

Dimmitering

Ritstjórn Fréttir

Nemendur sem útskrifast 5. júní eru að dimmitera í dag. Þau byrjuðu fjörið í nótt og kl. 7:30 var tekið á móti þeim í skólanum með morgunmat af starfsmönnum skólans. Setið var þar góða stund, rætt saman og gætt sér á góðgæti af morgunverðarhlaðborðinu.

Fjör í sápufótbolta

Vordagur

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 25. maí var haldin vordagur í MB. Þetta var jafnframt síðasti dagur heimsóknar frá CIS skólanum frá Svíþjóð. Byrjað var á keppni í körfubolta á milli nemenda MB og CIS sem fór fram í Íþróttahúsinu. Lið nemenda MB vann stórsigur á þeim sænsku. Boðið var upp á sund eftir leikinn þar sem slakað var á í heitu pottunum.

Nemendur frá CIS framhaldskólanum í Svíþjóð að vinna í MB

Heimsókn frá Svíþjóð

Ritstjórn Fréttir

Nú er hópur frá CIS framhaldsskólanum í heimsókn í MB. CIS skólinn er frá Kalmar í Svíþjóð. Hópur frá MB fór til Svíþjóðar í haust og hitti hópinn sem nú er komin til landsins. Verkefnið sem nemendur eru að vinna saman er að kanna auðlindir þessara tveggja landa og hvernig þær eru nýttar. Nemendur gista á heimilum nemenda MB. Þau …