Forsetinn og nemendur MB

Vettvangsferð stjórnmálafræðinema

Ritstjórn Fréttir

Nemar í félagsfræði 304 héldu í gær ásamt kennara sínum í vettvangsheimsókn til Reykjavíkur. Heimsóknin var liður í námi í stjórnmálafræði og voru valdastofnanir þjóðarinnar skoðaðar. Fyrst var veitt leiðsögn um löggjafarsamkunduna Alþingi. Þingmenn eru þessa vikuna í kjördæmaviku svonefndri og var því rólegt og fámennt í Alþingishúsinu. Fengu nemendur ágætis fræðslu bæði um húsið, starfsemina og hlutverk löggjafarþingsins í …

Frábær árangur

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 13. október sl. fór fram stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þessi keppni er í tveimur stigum, neðra og efra stigi. Neðra stigið er ætlað nemendum sem hafa lokið eða eru í stæ 303/4 en það efra nemendum sem eru í stæ 403/4 eða ofar. MB átti einn fulltrúa í keppninni að þessu sinni en það var Alexander Gabríel Guðfinnsson. Er skemmst frá …

Þingmaður í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður framsóknarmanna í norðvesturkjördæmi kom í heimsókn síðastliðinn föstudag og ræddi við nemendur í félagsfræði 304, sem fjallar um stjórnmálafræði. Guðmundur svaraði ýmsum spurningum nemenda, t.d. varðandi laun þingmanna, stefnumál sín, Evrópumálin, ríkisstjórnina, kreppuna og fortíð og nútíð Framsóknarflokksins

Ívar og Stefanía í Tyrklandi

MB í Comeniusarsamstarfi

Ritstjórn Fréttir

Fulltrúar skólans fóru í liðinni viku til Izmir í Tyrklandi vegna undibúnings og áætlanagerðar vegna Comeniusarverkefnis skólans. Verkefnið heitir „Migration and cultural influences“ og fjallar um fólksflutninga og áhrif þeirra. Auk MB taka Telheiras 23 skólinn í Lissabon í Portúgal, Leibnizschule í Hannover í Þýskalandi, Groevenbeek frá Ermelo í Hollandi og Atakent Anadolu Lisesi frá Izmir í Tyrklandi þátt í …

Danskennslumyndbönd

Kennslumyndbönd í dansi

Ritstjórn Fréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á dans og danskennslu. Nú hafa verið útbúin kennslumyndbönd í dansi sem eru aðgengileg hér á vef skólans. Þau eru hugsuð fyrir nemendur skólans og aðra áhugasama sem vilja æfa hin ýmsu dansspor.

Landnámssetrið

Ferð nemenda í ferðamálafræði

Ritstjórn Fréttir

Eitt af því sem við höfum gert í ferðamálafræði var að fara í litlum hópum á veitingastaði á svæðinu og kanna aðstæður þar.  Við fórum á Landnámsetrið.  Þar skoðuðum við okkur um og tókum viðtal við starfsmann.  Þarna er margt í boði, það ber helst að nefna; Egils- og landnámssýningu, leiksýningar á veturna, veitingar og reglulegar sögustundir.

Bleikur dagur

Ritstjórn Fréttir

Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að klæðast bleiku í dag og sýna með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Nemendur í ferðamálafræði létu ekki sitt eftir liggja og mætti því Björgvin Óskar með bleika hárkollu í tilefni dagsins.

Mynd frá Eiríksstöðum

Nemendur MB á ferð um Vesturland

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 5. október fóru nemendur úr ferðamálafræði og rekstrarhagfræði í Búðardal. Í Búðardal heimsóttum við Mjólkursamlagið, gerðum verðkönnun í Dalakjör og svo að lokum fórum við á Eiríksstaði.

Aðalfundur

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 27. ágúst verður aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf haldinn í skólanum að Borgarbraut 54. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og hefst fundurinn kl 14:00.

07-08-09-10 fundur

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 26. ágúst var haldinn 07-08-09-10 fundur. Þetta er fundur með öllum nemendum skólans og starfsfólki. Ársæll skólameistari fór yfir ýmsa þætti í starfi skólans eins og umgengni og skólareglur. Einnig fór hann yfir skóladagatalið og hvað er framundan í skólastarfinu. Lilja sagði stuttlega frá Innu og Námskjá. Fullrúar frá nemendafélaginu kynntu nemendafélagið og hvað væri framundan á vegum þess. …