Framtíðin er hér!

Signý ÓskarsdóttirFréttir

Skólaþróunarverkefnin MB fær verðskuldaða athygli í grein sem birtist í Skólaþráðum fyrr í þessum mánuði. Þar er sagt frá nýjum áherslum skólans á innleiðingu lífsnáms, stafrænnar hönnunar og miðlunar ásamt kennslu STEAM greina  (Science, Technology, Engineering, Art og Math) á öllum brautum skólans til stúdentsprófs. En í STEAM er lögð áhersla á að samþætta vísindi, tækni, verkfræði listir og stærðfræði í viðfangsefnum nemenda. Hér er …

Útskrift 2022

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí voru 36 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þórunn Sara Arnarsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Þórunn minnti samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi og einn áfangi af mörgum. Í hönd færi nýtt tímabil í þeirra lífi með öllu því sem það hefur upp á að bjóða. Það tímabil bjóði án efa upp á mistök …

Innritun nýnema

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Innritun nýnema (nemendur úr 10. bekk) er hafin. Innritunin stendur frá 25. apríl til og með 10. júní. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 433-7700

Viljayfirlýsing

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Í dag skrifaði Ásmundur Einar Daðason undir formlega yfirlýsingu um stuðning ráðuneytisins við skólaþróunarverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar. Með því er Mennta- og barnamálaráðherra að sýna í verki hversu mikilvægt hann telur að styðja við og fjármagna frumkvæði og nýsköpun í skólastarfi. MB vinnur að skólaþróunarverkefninu Menntun fyrir störf framtíðar og hluti af því verkefni er að innleiða STEAM nám og kennslu …

Brautskráning

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Föstudaginn 27. maí fer fram brautskráning nemenda frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Athöfnin hefst klukkan 14:00 á sal skólans. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Útskriftarnemar eru beðnir um að mæta klukkan 12:00, fá blóm í barm, hópmyndataka (sem verður að þessu sinni fyrir athöfnina) og létt spjall fram að athöfn. Gestir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarmaður skapandi rýmis

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Umsjón með Kviku í Menntaskóla Borgarfjarðar   Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða umsjónarmann í skapandi rými hjá MB í 100% starf frá og með 1. ágúst 2022.    Kvika er fjölnota skapandi rými sem styður við nýsköpun og þróun með aðgengi að tækjakosti eins og  mynd- og hljóðveri, þrívíddarprenturum, laserskerum, vinylskerum, pressum, saumavélum og fleiri tækjum ásamt rými til listsköpunar. Nemendur …

Útskriftarnemar dimmitera

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Nemendur sem útskrifast 27. maí nk eru að dimmitera í dag. Nemendur mættu í skólann kl. 8:30 og snæddu morgunmat með starfsmönnum skólans sátu þar góða stund og gæddu sér af morgunverðarhlaðborði Sólrúnar. Sprelluðu aðeins á sal skólans og héldu síðan út í hinn stóra heim. Enda daginn með balli með nemendum FVA á Akranesi.

Laust starf spænskukennara

Bragi Þór SvavarssonFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða spænskukennara í að lágmarki 50% starf frá og með 1. ágúst 2022. Menntaskóli Borgarfjarðar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur og framsækinn skóli. Í MB er lögð áhersla á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og virkni nemenda. Námsmat er í formi leiðsagnarmats.  Menntaskóli Borgarfjarðar er óhræddur við að taka upp nýjar leiðir við kennslu …

Páskaleyfi

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Föstudagurinn 8. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 20. apríl kl. 9:00. Gleðilega páska!