Um leið og við í MB óskum öllum gleðilegs árs og friðar viljum við upplýsa um stöðu á skólaþróunarverkefninu okkar. Margt af því sem hingað til hafa verið tillögur er að verða að veruleika og stikla ég á stóru hér að neðan hvað það varðar. Þar ber fyrst að nefna að Lífsnámið sem fer af stað núna á vorönn og …
Kennsla á vorönn
Kennsla á vorönn hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 6. janúar kl. 9:00. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnir í framhaldsskólum þá verður fyrirkomulag kennslu með sama sniði og í desember – sjá reglugerð https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#framhaldsskolar
EGLA 2021
Sjöunda tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, viðtöl við íþróttahetjur í héraði, umfjöllun um félagslíf og áfram mætti telja. Ritstjórn Eglu 2021 skipa fimm kraftmiklar stúlkur, Elisabeth Ýr Mosbech Egilsd. Ritstýra, Unnur Björg Ómarsdóttir Markaðsstjóri, Freyja Ebba Halldórsdóttir Greinastjóri, Þórunn Tinna Jóhannsdóttir Meðstjórnandi, Eygló Sól Pálsdóttir Meðstjórnandi.Þeim til aðstoðar var …
Átta nemendur útskrifast frá MB
Átta nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf núna í desember. Hefð er fyrir því að nemendur sem útskrifast á haustönn útskrifast formlega frá skólanum við hátíðlega athöfn að vori. Nemendur koma þó við þessi tímamót og taka á móti sínum skírteinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur og óskum þeim gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Á …
Jólapeysudagur í MB
Í dag var jólapeysudagur í MB þar sem nemendur og starfsfólk klæddust hinum ýmsu gerðum af jólapeysum. Fjölbreyttnin var mikil og mjög skemmtilegt uppbrot á venjulegum degi.
Innritun á vorönn 2022
Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2022 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700
Námsmat og vetrarfrí
Fimmtudagurinn 28. október er námsmatsdagur (varða nr. 2). Að öllu jöfnu fellur kennsla niður þennan dag, en nemendur gætu þurft að mæta í viðtal hjá kennara eða ljúka einhverjum verkefnum. Kennarar munu senda upplýsingar um það til nemenda. Föstudaginn 29. október verða nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í vetrarfríi. Skrifstofan opnar aftur klukkan 8:00 mánudaginn 1. nóvember og kennsla hefst …
Þitt er valið!
Hvaða áfanga langar þig að taka á næstu önn? Á Innu eru komnir inn skylduáfangar næstu annar (nemenda í staðnámi) – heildarfjöldi eininga á önn eru 33 – 34 einingar. Einhverjir nemendur þurfa að velja 1 – 3 áfanga til viðbótar við skylduáfangana. Með vali staðfesta nemendur nám sitt á vorönn. Valið fer fram miðvikudaginn 20. október nk. Skoðið vel …
Lokaverkefni – málstofa nemenda
Úskriftarnemar við MB vinna nú að lokaverkefnum sínum við skólann. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt, m.a. má nefna samskipti; virðing og umhyggja, goðsögnin Michael Jordan, gerð tölvuleiksins Final Fantasy XV, Star Wars myndirnar, íslenski hesturinn, ADHD lyf; með eða á móti?, aðskilnaðarstefnan í Suður Afríku, vinnuumhverfi; áhrif á líðan og frammistöðu starfsfólks o.fl. Nemendur kynntu verkefni sín og svöruðu fyrirspurnum á …