Það er hefð í MB að nemendur, starfsfólk, foreldrar og aðrir hagaðilar geti haft áhrif á skólastarfið í MB. Næsta þriðjudag munum við hittast og vinna saman að verkefnum sem tengjast stefnu skólans. Við leggjum upp með að dagurinn verði skemmtilegur ekki síður en árangursríkur. Það þýðir að við viljum hvetja til virkni og skapandi hugsunar allan daginn. Við munum …
Sálfræðiþjónusta fyrir nemendur MB
Í dag skrifuðu skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar og formaður/framkvæmdastjóri Stéttarfélags Vesturlands, fyrir hönd sjúkrasjóðs félagsins, undir samkomulag um stuðning við nemendur sem stunda nám í MB í formi endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020 og er hugsaður sem forvörn gegn brottfalli nemenda úr skóla. Gegn tilvísun frá Námsráðgjafa MB getur hver nemandi fengið endurgreiðslu eða styrk fyrir allt að …
Ég á bara eitt líf – heimsókn í MB
Í dag fengum við góða gesti í heimsókn frá minningarsjóði Einars Darra, „Ég á bara eitt líf“ sem leggur áherslu á og einblínir á forvarnir er varpa ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á meðal unglinga, allt niður í nemendur grunnskóla. Það voru fjölskylda og vinir Einars Darra sem komu …
Útivistaráfangi í fyrsta sinn
Í vor bauðst nemendum að velja sér nýjan valáfanga sem heitir Útivist. Megin markmið áfangans var að bjóða nemendum uppá heilsueflandi upplifun ásamt því að þjálfa þau í að undirbúa sig fyrir gönguferðir og útivist. Alls 16 nemendur gátu tekið þátt enda var plássið í gistiskálanum takmarkað. Áfanginn fylltist fljótlega og þegar kennararnir Bjarni og Sössi hittu nemendur í ágúst …
Nýnemaferð NMB 2018
Í gær stóð Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir nýnemaferð í samstarfi við skólann en farið var með rútu til Reykjavíkur. Nemendur heimsóttu Reykjavík Escape þar sem þeim var skipt niður í nokkur herbergi en til að komast útúr herbergjunum þurftu hóparnir að leysa þrautir saman á innan við klukkustund. Einn hópurinn fór með framúrskarandi sigur úr býtum og vöktu aðdáun starfsmanna …
Skólinn fer vel af stað
Menntaskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 21. ágúst og hófst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastarfið fer vel af stað og ekki annað að sjá en að kennarar og nemendur séu ánægðir. Nemendur skiptast á hinar fjölmörgu brautir skólans en langflestir eru á Félagsfræðabraut en svo eru Náttúrufræðibraut og Opin braut vinsælastar. Opin braut býður uppá mikið val af hálfu nemandans …
Skólabyrjun
Mánudaginn 20. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Nýnemar eru beðnir um að hafa tölvur með sér í skólann. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) mánudaginn 20. ágúst. Bókalista haustannar má finna á …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu MB
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 8. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 663-7642
Heilbrigðisritarabraut í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla
Menntaskóli Borgarfjarðar vinnur um þessar mundir að uppsetningu heilbrigðisritarabrautar í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ráðgert er að hefja kennslu á brautinni á haustönn 2018. Heilbrigðisritarabraut er 120 framhaldsskólaeiningar og eru námslok á 2. hæfniþrepi. Sá sem lýkur námi á heilbrigðisritarabraut hefur undirbúning fyrir ritarastörf á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Hluti námsins fer fram í dagskóla eða fjarnámi …
Steinþór Logi dúx við brautskráningu
Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 27 nemendur voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Náttúrufræðibraut, Íþróttafræðibraut bæði af félagsfræða- og náttúrufræðasviði og af opinni braut. Hæstur á stúdentsprófi að þessu sinni var Steinþór Logi Arnarsson. Steinþór fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur þar á meðal fyrir besta námsárangur á stúdentsprófi og vandaðasta lokaverkefnið. Svava Sjöfn …