Hluti af náminu í Menntaskóla Borgarfjarðar felst í því að undir námslok vinna nemendur svokölluð lokaverkefni. Lokaverkefni er einstaklingsverkefni þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða …
Nemendur MB þjálfa
Hluti af námi í áfanganum íþróttafræði 3ÞS06 felst í því að nemendur fá tækifæri til að taka þátt í þjálfun einstaklinga í þreksalnum í íþróttahúsinu. Nemendur útbúa æfingaáætlun fyrir einstaklinginn og framkvæma æfingarnar með honum. Verkefnið tókst vel og voru bæði „þjálfarar“ og gestir íþróttahússins ánægðir. Á myndinni er Arnar Smári Bjarnason nemandi í MB ásamt ánægðum viðskiptavini
Öskudagur í MB
Öskudagurinn er fyrsti dagurinn í lönguföstu, sem hefst í sjöundu viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Dagurinn dregur nafn sitt af því að ösku af brenndum pálmagreinum var dreift yfir höfuð kirkjugesta á þessum degi. Sá siður tíðkast enn í kaþólsku kirkjunni að ösku er smurt yfir enni kirkjugesta á öskudegi. Nokkrir í MB …
Innritun á starfsbraut
Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu …
Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir sigraði í söngvakeppni MB
Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 1. febrúar sl. Flutt voru þrjú lög. Sigurvegari að þessu sinni varð hljómsveitin Pési og breiðnefirnir – en hana skipa þeir Kristján Guðmundsson á bassa, Pétur Snær Ómarsson á gítar, Guðjón Snær Magnússon í fjarveru Snæþórs Bjarka sá um trommuleikinn og Þórður Brynjarsson, söng. Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel og var dómnefndinni því …
Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2018 er til 15. febrúar næstkomandi!
Áskorendadagur nemenda og starfsfólks 2018
Í dag var árlegur áskorendadagur starfsfólks og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Árið 2017 vann starfsfólk skólans en að þessu sinni höfðu nemendur betur í æsispennandi keppni. Dagurinn tókst vel og starfsfólk og nemendur MB nutu dagsins saman.
Lið MB mætir liði FB í fyrri umferð Gettu betur
Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á morgun 10. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Lið MB skipa þau Kristján Guðmundsson, Snæþór Bjarki Jónsson og Svava Björk Pétursdóttir.
Skólastarf á vorönn 2018
Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 5. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 5. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu fimmtudaginn 4. janúar 2018. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar. …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til 3. janúar. Hafa má samband við skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.