Innritun nemenda á starfsbraut í Menntaskóla Borgarfjarðar hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun. Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu …
Hljómsveitin Pési og breiðnefirnir sigraði í söngvakeppni MB
Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar fór fram fimmtudagskvöldið 1. febrúar sl. Flutt voru þrjú lög. Sigurvegari að þessu sinni varð hljómsveitin Pési og breiðnefirnir – en hana skipa þeir Kristján Guðmundsson á bassa, Pétur Snær Ómarsson á gítar, Guðjón Snær Magnússon í fjarveru Snæþórs Bjarka sá um trommuleikinn og Þórður Brynjarsson, söng. Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel og var dómnefndinni því …
Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur til 15. febrúar
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2018 er til 15. febrúar næstkomandi!
Áskorendadagur nemenda og starfsfólks 2018
Í dag var árlegur áskorendadagur starfsfólks og nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Starfsfólk og nemendur kepptu í mismunandi greinum með það að markmiði að hampa farandsbikarnum. Árið 2017 vann starfsfólk skólans en að þessu sinni höfðu nemendur betur í æsispennandi keppni. Dagurinn tókst vel og starfsfólk og nemendur MB nutu dagsins saman.
Lið MB mætir liði FB í fyrri umferð Gettu betur
Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer nú í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á morgun 10. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Lið MB skipa þau Kristján Guðmundsson, Snæþór Bjarki Jónsson og Svava Björk Pétursdóttir.
Skólastarf á vorönn 2018
Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 5. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 5. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu fimmtudaginn 4. janúar 2018. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 4. janúar. …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu
Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum, foreldrum og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. desember til 3. janúar. Hafa má samband við skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 samkvæmt stundaskrá.
Sex nemendur MB útskrifuðust með stúdentspróf í desember
Sex nemendur, Ágúst Vilberg Jóhannsson, Ásbjörn Baldvinsson, Darja Kozlova, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, Styrmir Ingi Stefánsson og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag 21. desember. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan góða árangur. Á myndinni má sjá Ásbjörn, Darju og Svövu ásamt Guðrúnu Björgu skólameistara.
Jólapeysudagur í MB
Árlegi jólapeysudagur MB er í dag. Af því tilefni mættu nemendur og starfsfólk í sínum uppáhaldsjólapeysum í skólann (sjá má fleiri myndir á facebook síðu MB)
Bréf til bjargar lífi
Nú fer í hönd heimsátakið „Bréf til bjargar lífi“ á vegum Amnesty International og eins og fyrri ár verður hægt að taka þátt í Borgarnesi. Föstudaginn 8. desember klukkan 12:00 verður kaffihúsastemmning í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þar kemur Christian Rølla sem er ljósmyndari og hefur verið að mynda og kynnast flóttafólki, aðallega í Írak og segir frá reynslu sinni og sýnir …