Skólastarf á vorönn 2017

Lilja ÓlafsdóttirFréttir

Skólastarf á vorönn hefst föstudaginn 6. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar sendar í tölvupósti 4. janúar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:20 þann 6. janúar. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu miðvikudaginn 4. janúar 2017. Skólagjöld fyrir vorönn eru 12.000 krónur og samanstanda af 7.000 króna innritunargjaldi og 5.000 króna þjónustugjaldi. Eindagi þessara gjalda er 3. janúar. Nemendafélagsgjald …

Menntskælingar í útvarpi

sissiFréttir

Jólaútvarp Óðals fór í loftið í gærmorgun 12. des með pompi og prakt þar sem unglingar grunnskólans í Borgrnesi standa fyrir fjölbreyttri útvarpsdagskrá. Okkar fólk hér í Menntaskóla Borgarfjarðar lætur ekki sitt eftir liggja og tekur þátt í fjörinu. Nemendur MB standa fyrir tveimur þáttum, annars vegar mun leikfélagið Sv1 flytja þátt kl:16:00 í dag. Og fara yfir leikstarfið sem …

Jólakveðja

sissiFréttir

Nemandi á starfsbraut óskar félögum sínum gleðilegra jóla og býður upp á jólasælgæti sem félagarnir eru ánægðir með.

Fyrirlestur um geðræn málefni

RitstjórnFréttir

Hópur háskólanema hefur unnið að því að búa til fræðsluefni um geðræn málefni fyrir nemendur í menntaskólum. Í kringum þetta starf var félagið Hugrún stofnað en að því standa nemendur í læknisfræði, sálfræði og hjúkrunarfræði við HÍ. Markmið fræðslunnar eru m.a. að eyða fordómum tengdum geðsjúkdómum og að kenna nemendum hvað stuðli að góðri andlegri heilsu. Í morgun komu þau …

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2017

RitstjórnFréttir

Opið fyrir umsóknir dagana 1. – 30. nóvember. Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2017 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is  Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 4337700

Tómas R. Einarsson í heimsókn í MB

RitstjórnFréttir

Tómas R. Einarsson heimsótti nemendur og starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar í dag. Tómas er þekktur fyrir frábæra hæfileika á kontrabassa og sem djass tónskáld auk þess sem hann hefur tekið að sér þýðingar á spænskum bókmenntum yfir á íslensku. Tómas er einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djassmenningu og hefur unnið með mörgum góðum tónlistarmönnum eins og Mugison, Ragnheiði Gröndal, Sigríði Thorlacius …

West Side

RitstjórnFréttir

West Side er samstarfsverkefni Menntaskóla Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur staðið um nokkurra ára skeið. Á West Side hittast nemendur skólanna, keppa í ýmsum greinum og dagskránni lýkur með balli.  West Side var að þessu sinni haldið í Borgarnesi í gær.  Keppt var í blaki, fótbolta, körfubolta og fílabolta í íþróttahúsinu, pítsa snædd í mennta-skólanum og loks …

Surtarbrandur

RitstjórnFréttir

Jarþrúður Ragna er nemandi á Náttúrufræðibraut við Menntaskóla Borgarfjarðar en hún og fjölskylda hennar á Brjánslæk færðu raungreinastofu MB þennan surtarbrand að gjöf fyrr í mánuðinum. Surtarbrand má finna víða á Vestfjörðum í setlögum milli hraunlaga. „Talið er að þau hafi myndast í lægðum í landslaginu úr gróðurleifum, mó og trjábolum sem kolast hafa fyrir áhrif jarðhita og jarðlagafargs.“ (Heimild: …