Brautskráning MB

RitstjórnFréttir

Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar fer fram föstudaginn 27. maí klukkan 14:00.  Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari

Nemendur MB dimmitera

RitstjórnFréttir

Útskriftarefni MB dimmiteruðu í dag. Þetta eru flottir einstaklingar sem eiga framtíðina fyrir sér. Nemendum var boðið í morgunmat hér í skólanum og tóku vel til matar síns ásamt starfsfólki skólans. Þau héldu svo í heimsóknir í grunnskólann, á bæjarskrifstofurnar og fleiri viðkomustaði. Þessi dagur er útskriftarnemum mikilvægur. Eigið góðan dag kæru dimmisjón nemendur.

Nemendur MB í heimsókn á Bifröst

RitstjórnFréttir

Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar í lögfræði og hagfræði fóru í heimsókn á Bifröst til að skyggnast inn í líf háskólanema. Nemendur sátu málsvörn háskólanema sem er hluti af misserisverkefni fyrsta og annars árs nemenda á Bifröst. Verkefni sem nemendur MB sátu heitir: „Þarf að herða siðarreglur ráðherra sbr. hæfnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993?“. Virkilega áhugavert verkefni og þörf umræða sem nemendur MB …

Nemendur í náttúruskoðun

RitstjórnFréttir

Nú er farið að vora og nemendur að ókyrrast í skólastofunum. Þá bregða kennarar á það ráð að fara út með nemendur. Alls staðar getum við fundið efni til að vinna með og læra af.  Í morgun fór Þóra Árnadóttir raungreinakennari með hóp nemenda sem eru í líffræði hjá henni út í náttúruskoðun. Krakkarnir skoðuðu fugla, plöntur og fleira. Gróðurinn er …

Vordagur í MB

RitstjórnFréttir

Í gær, þriðjudaginn 17. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst með ratleik kl. 12:40, síðan tók við loftboltaleikur í íþróttahúsi og deginum lauk með grilli í dásamlegu veðri í Skallagrímsgarði.

Ný stjórn nemendafélags MB

RitstjórnFréttir

Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2016 -17 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Steinþór Logi Arnarsson formaður, Dagbjört Diljá Haraldsdóttir gjaldkeri, Sveinbjörn Sigurðsson skemmtanastjóri og Guðrún Gróa Sigurðardóttir ritari.  Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans og …

Kynjafræði verkefni – Útlitsdýrkun

RitstjórnFréttir

Undanfarnar vikur hafa nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar athugað stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Í einu verkefnanna var rætt um birtingarmynd kynjanna og staðalímyndir í hátísku. Þar kom fram að kvenfatnaðariðnaðurinn mun stærri en karlfatnaðariðnaðurinn, er það fyrst og fremst vegna þess að markaðurinn er stærri fyrir kvenfata hönnuði og stoðkerfið í kringum hönnunina er meira. Karlkyns fyrirsætur fá einnig margfalt lægri …

Kvikmyndabransinn kyngreindur

RitstjórnFréttir

Snemma í apríl ákváðu hópur nemenda í Kynjafræði í Menntaskóla Borgarfjarðar að skoða og kynjagreina kvikmyndabransann og annað efni sem viðkemur fjölmiðlum víðsvegar um heiminn. Þar á meðal má nefna breskar, bandarískar og íslenskar kvikmyndir auk erlendra teiknimynda. Þegar litið er á hinar ýmsu myndir sem gerðar hafa verið yfir árin með kynjagleraugum koma upp margar spurningar sem erfitt getur …

Frumkvöðlar í MB

RitstjórnFréttir

Nemendur frá MB fengu tækifæri til að taka þátt í Erasmus+ verkefni á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlans. Verkefnið ber heitið “Teaching Entrepreneurship, Learning Entrepreneurship“, en það eru 4 lönd auk Íslands sem taka þátt, þ.e. Þýskaland, Lettland, Spánn og Rúmenía. Það voru þær Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Selma Rakel Gestsdóttir sem tóku þátt í hugmyndasmiðju sem var blanda …

Vorferð nemenda

RitstjórnFréttir

Miðvikudaginn 27. apríl fóru nemendur MB í sína árlegu vorferð. Dagurinn var frábær í alla staði, 30 hress og kát ungmenni gerðu sér glaðan dag. Farið var í skautahöllina þar sem hópurinn sýndi listir sínar og naut sín vel. Miðbil ferðarinnar var notað  í Kringlunni þar sem smá búðarráp var stundað, fengið sér næringu og mannlífið skoðað. Að því loknu var …