Miðvikudaginn 17. ágúst nk. eiga nýnemar að koma til starfa kl. 09:00 en þá hefst skólahald með sameiginlegum morgunverði nýnema og starfsfólks. Að morgunverði loknum fá nemendur (nýnemar) afhentar stundaskrár og fleiri gögn varðandi skólastarfið. Opnað verður fyrir stundaskrá eldri nema (INNA) þriðjudaginn 16. ágúst. Bókalista haustannar má finna á heimasíðu skólans www.menntaborg.is Skólastarf hefst fimmtudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu. Fundur með …
Sumarleyfi – lokun skrifstofu
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar er lokuð frá og með 20. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is eða aðstoðarskólameistara á netfangið lilja@menntaborg.is Vegna útleigu á Hjálmakletti er bent á að hafa samband við húsvörð í síma 867-2386
Brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar
Í dag var brautskráning Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem 26 stúdentar voru brautskráðir við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af Félagsfræðabraut, Félagsfræðabraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut, Náttúrufræðibraut – íþróttasviði, Náttúrufræðibraut – búfræðisviði og með viðbótarpróf til stúdentsprófs. Hæst á stúdentsprófi að þessu sinni var Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sem nú nýverið útskrifaðist einnig með framhaldspróf í píanóleik. Anna Þórhildur fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir framúrskarandi …
Brautskráning MB
Brautskráning frá Menntaskóla Borgarfjarðar fer fram föstudaginn 27. maí klukkan 14:00. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari
Nemendur MB dimmitera
Útskriftarefni MB dimmiteruðu í dag. Þetta eru flottir einstaklingar sem eiga framtíðina fyrir sér. Nemendum var boðið í morgunmat hér í skólanum og tóku vel til matar síns ásamt starfsfólki skólans. Þau héldu svo í heimsóknir í grunnskólann, á bæjarskrifstofurnar og fleiri viðkomustaði. Þessi dagur er útskriftarnemum mikilvægur. Eigið góðan dag kæru dimmisjón nemendur.
Nemendur MB í heimsókn á Bifröst
Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar í lögfræði og hagfræði fóru í heimsókn á Bifröst til að skyggnast inn í líf háskólanema. Nemendur sátu málsvörn háskólanema sem er hluti af misserisverkefni fyrsta og annars árs nemenda á Bifröst. Verkefni sem nemendur MB sátu heitir: „Þarf að herða siðarreglur ráðherra sbr. hæfnisreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993?“. Virkilega áhugavert verkefni og þörf umræða sem nemendur MB …
Nemendur í náttúruskoðun
Nú er farið að vora og nemendur að ókyrrast í skólastofunum. Þá bregða kennarar á það ráð að fara út með nemendur. Alls staðar getum við fundið efni til að vinna með og læra af. Í morgun fór Þóra Árnadóttir raungreinakennari með hóp nemenda sem eru í líffræði hjá henni út í náttúruskoðun. Krakkarnir skoðuðu fugla, plöntur og fleira. Gróðurinn er …
Vordagur í MB
Í gær, þriðjudaginn 17. maí var haldinn hátíðlegur vordagur nemenda og starfsfólks. Dagskráin hófst með ratleik kl. 12:40, síðan tók við loftboltaleikur í íþróttahúsi og deginum lauk með grilli í dásamlegu veðri í Skallagrímsgarði.
Ný stjórn nemendafélags MB
Kosningar í stjórn Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2016 -17 fóru fram fyrir skemmstu. Nýju stjórnina skipa þau Steinþór Logi Arnarsson formaður, Dagbjört Diljá Haraldsdóttir gjaldkeri, Sveinbjörn Sigurðsson skemmtanastjóri og Guðrún Gróa Sigurðardóttir ritari. Í haust verður svo kosið um einn meðstjórnanda úr hópi nýnema. Nemendafélagið eða NMB hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 2007. Stjórn þess er tengiliður nemenda skólans og …
Kynjafræði verkefni – Útlitsdýrkun
Undanfarnar vikur hafa nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar athugað stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Í einu verkefnanna var rætt um birtingarmynd kynjanna og staðalímyndir í hátísku. Þar kom fram að kvenfatnaðariðnaðurinn mun stærri en karlfatnaðariðnaðurinn, er það fyrst og fremst vegna þess að markaðurinn er stærri fyrir kvenfata hönnuði og stoðkerfið í kringum hönnunina er meira. Karlkyns fyrirsætur fá einnig margfalt lægri …