MB í samstarfi við sænskan skóla

RitstjórnFréttir

Á næstunni er von á 23 sænskum nemendum ásamt kennurum og fylgdarliði í heimsókn í MB. Svíarnir koma frá alþjóðlegum menntaskóla í Kalmar (CIS – Calmar Internationella Skola) í sænsku Smálöndunum. Samstarf menntaskólans í Kalmar og MB hefur staðið frá árinu 2008 og er þetta í annað sinn sem nemendur þaðan koma í Borgarnes og MB hefur tvisvar sinnum sent …

Málþing um kynjafræði

RitstjórnFréttir

Vorið 2013 var í fyrsta sinn kennd kynjafræði við MB. Hluti af þeim áfanga var að fara í vettvangsferð til Reykjavíkur að hitta ýmsa sérfræðinga í málefnum kynjanna. Í spjallhópi kynjafræðikennara kom í kjölfarið upp sú hugmynd að halda málþing kynjafræðinema og stefnt var að því að gera það vorið 2014. Vegna verkfalls framhaldsskólakennara var því málþingi frestað til haustsins. …

Blómstrandi félagslíf

RitstjórnFréttir

Nýverið tóku fimm strákar úr MB þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna og stóðu sig afar vel þótt ekki næðu þeir verðlaunasæti. Stefnir Ægir Berg Stefánsson söng við undirleik Styrmis Inga Stefánssonar, Kára Jóns Sigurðarsonar, Sigurðar Eggerts Sigurðssonar og Einars Gilberts Einarssonar. Nú stendur yfir vinna við skólablaðið  Eglu sem gert er ráð fyrir að komi út í lok mánaðarins. Þetta verður …

Boðað til aðalfundar 22. apríl

RitstjórnFréttir

Boðað er til aðalfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54 og hefst kl. 12:00. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf.

Gestir frá Svíþjóð

RitstjórnFréttir

Nýverið komu 12 sænskir nemendur og tveir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð til Íslands. NFU á í samstarfi við MB og er þetta í annað sinn sem nemendur hans koma hingað. Það voru einkum nemendur á fyrsta ári náttúrufræðibrautar MB sem tóku þátt í dagskránni með sænsku gestunum en fleiri nutu góðs af. Sænsku nemendurnir …

Kynjahlutfall í fjölmiðlum skoðað í kynjafræði

RitstjórnFréttir

Á dögunum gerðu nemendur í kynjafræði athuganir á stöðu kynjanna í fjölmiðlum. Sædís, Halldóra, Herdís, Helga, Guðrún, Harpa og Erla Björk fengu ýmsar áhugaverðar niðurstöður. Í athugunum þeirra kom fram að mikill kynjamunur er í fjölmiðlum. Karlar koma oftar fyrir í fréttagreinum og eru oftast í mun stærri og merkilegri fréttum en konur. Þó hefur hlutfall kvenna í fjölmiðlum vaxið …

Ný ritnefnd Eglu tekur til starfa

RitstjórnFréttir

Ritnefnd 4. tölublaðs skólablaðsins Eglu hefur nú tekið til starfa. Óli Valur Pétursson er ritstjóri en með honum munu starfa Ingibjörg Melkorka Blöndal Ásgeirsdóttir, aðstoðarritstjóri, Helena Rós Helgadóttir, gjaldkeri, Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, markaðsstjóri, Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, hönnuður og greinastjóri, Gróa Lísa Ómarsdóttir, meðstjórnandi og Gunnlaugur Yngvi Sigfússon, ljósmyndari. Áætlað er að blaðið komi út með vorinu. Myndin er af ritstjórn …

Angela og Elín Heiða tóku þátt í hæfileikakeppni

RitstjórnFréttir

Angela Gonder og Elín Heiða Sigmarsdóttir tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. fimmtudagskvöld. Þær fluttu lagið Undo sem Sanna Nielsen söng í Eurovision keppninni sl. ár fyrir Svíþjóð.  Starfsbrautir 15 skóla á landsvísu tóku þátt í keppninni.  Pollapönkarar ásamt Siggu Eyrúnu sem varð í öðru sæti í fyrra voru dómarar og spiluðu  tvö …

Gestkvæmt í MB

RitstjórnFréttir

Árlega býður Menntaskóli Borgarfjarðar nemendum tíundu bekkja í nágrenninu í heimsókn í skólann. Gestirnir ganga um skólahúsnæðið, líta í kennslustundir og fá fræðslu um skólastarfið. Um 70 nemendur úr Grunnskóla Borgarness, Varmalandsskóla, Kleppjárnsreykjaskóla og Auðarskóla í Dölum komu í skólann nú í vikunni og var sú heimsókn skemmtileg og vel heppnuð í alla staði. Á miðvikudagskvöldið var svo kynningarfundur um …

Prjónamaraþon útskriftarnema

RitstjórnFréttir

Útskriftarnemendur efndu nýverið til prjónamaraþons í skólanum. Prjónað var að kappi í sólarhring. Markmiðið var að safna fé í ferðasjóð en hópurinn stefnir að utanlandsferð í byrjun sumars. Húfur og fleira sem prjónað var ætla nemendur að gefa Mæðrastyrksnefnd auk þess sem afgangsgarn verður gefið til góðra nota.