Tveir nemendur, Magdalena Mazur og Úrsúla Hanna K. Karlsdóttir, útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 9. janúar síðastliðinn. Magdalena lauk prófi af félagsfræðabraut og Úrsúla af náttúrufræðibraut.
Upphaf skólastarfs á vorönn 2015
Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 12. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar afhentar klukkan 9.00 og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 10.00. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu frá hádegi föstudaginn 9. janúar. Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda er 7. janúar. Nemendafélagsgjald fyrir …
Nýr þýskukennari hefur störf við MB
Frank Walter Sands hefur tekið að sér þýskukennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar á vorönn 2015. Frank er Bandaríkjamaður sem hefur búið á Íslandi um árabil. Hann hefur meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á ensku- og þýskukennslu og fullgild réttindi sem framhaldsskólakennari hér á landi. Hann hefur auk þess lokið meistaraprófum í viðskiptafræði og mannfræði og unnið fjölbreytt störf í tengslum við …
Jólaleyfi – lokun skrifstofu MB
Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 22. desember til 5. janúar. Hafa má samband við skólameistara á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 eða samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Góðir jólagestir
Í áfanganum FÉL3A06 hefur sú venja komist á nemendum gefst tækifæri til að hitta stjórnmálamenn. Fyrr á önninni var farið í vettvangsferð í Alþingishúsið þar sem nemendur ræddu við stjórnmálamenn en ekki tókst að hitta fulltrúa frá öllum flokkum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur vanið komu sína í skólann undanfarin ár og hann gerði enga undantekningu á því að þessu …
Fréttabréf MB
Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á haustönn. Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.
Lið MB mætir liði FSu í fyrri umferð Gettu betur
Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram fer í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag 12. janúar kl. 20:30 á Rás 2. Lið MB skipa þau Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Sandri Shabansson og Stefnir Ægir Stefánsson og varamaður er Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir.
Jólamatur og jólapeysudagur
Sú hefð er í heiðri höfð í MB að í síðustu viku fyrir jólafrí borða nemendur og starfsfólk skólans saman jólamáltíð. Yfirleitt samanstendur hún af hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi og gómsætum eftirrétti sem Eygló framreiðir af stakri snilld. Jólamaturinn verður að þessu sinni miðvikudaginn 17. des. og þeir sem ætla að gæða sér á matnum eru minntir á að skrá …
Aukasýningar á Rocky Horror komnar í sölu
Sýningar leikfélagsins Sv1 á söngleiknum Rocky Horror Show hafa gengið afar vel og hefur verið uppselt á hverja sýningu. Tveimur aukasýningum hefur nú verið bætt við og verða þær dagana 9. og 11. desember næstkomandi. Á myndinni sést Margrét Vera Mánadóttir í hlutverki Riff Raff en Margrét er eins og alþjóð mun kunnugt laundóttir Richards O´Brien höfundar söngleiksins 😉
Uppselt á frumsýningu á Rocky Horror
Leikfélagið SV1 frumsýnir á föstudagskvöldið söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Miðasala í síma: 849-5659 (Ellen) eða 847-5543 (Jóna Jenný) einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is. Sýningar verða sem hér segir: Föstudaginn 28. nóvember – FRUMSÝNING – kl. 20:00 – UPPSELT. Mánudaginn 1. desember – 2. sýning – kl. 20:00. Miðvikudaginn 3. desember – 3. sýning …