Samstarf við sænskan menntaskóla heldur áfram

RitstjórnFréttir

Skólameistari og tveir kennarar frá Nils Fredriksson menntaskólanum, NFU,  í Svedala í Svíþjóð hafa verið í heimsókn í MB undanfarna daga með  áframhaldandi samstarf skólanna í huga. Hópur  nemenda úr NFU heimsótti MB í apríl á liðnu ári en verkfall framhaldsskólakennara setti þá að vísu nokkurt strik í reikninginn varðandi móttökur af hálfu MB. Nú hefur verið ákveðið að halda …

Þriggja ára nám til stúdentsprófs er mögulegt

RitstjórnFréttir

Í pistli sem ber yfirskriftina „Þriggja ára nám til stúdentsprófs er mögulegt“ fjallar Ívar Örn Reynisson, félagsfræðakennari, um reynslu nemenda og kennara Menntaskóla Borgarfjarðar af slíku fyrirkomulagi. Ívar Örn hefur starfað við MB frá því skólinn hóf starfsemi árið 2007 og hefur því umtalsverða reynslu af kennslu á þriggja ára námsbrautum. Pistilinn, sem birtist á vef Kennarasambands Íslands, má lesa …

Jöfnunarstyrkur – umsóknarfrestur er til 15. febrúar

RitstjórnFréttir

Nemendur sem sækja nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk til náms. Hægt er að sækja um í gegnum heimabanka eða á Innu. Reglur um styrki og frekari leiðbeiningar er að finna á vefsvæði Lánasjóðs íslenskra námsmanna – www.lin.is . Umsóknarfrestur vegna vorannar 2015 rennur út 15. febrúar næstkomandi.

Tveir nemendur útskrifuðust með stúdentspróf í janúar

RitstjórnFréttir

Tveir nemendur, Magdalena Mazur og Úrsúla Hanna K. Karlsdóttir,  útskrifuðust með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar þann 9. janúar síðastliðinn. Magdalena lauk prófi af félagsfræðabraut og Úrsúla af náttúrufræðibraut.

Upphaf skólastarfs á vorönn 2015

RitstjórnFréttir

Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 12. janúar næstkomandi. Nýnemar fá stundaskrár sínar afhentar klukkan 9.00 og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá klukkan 10.00. Stundaskrár eldri nemenda verða aðgengilegar í Innu frá hádegi föstudaginn 9. janúar.   Skólagjöld fyrir vorönn eru 11.000 krónur og samanstanda af 7000 króna innritunargjaldi og 4000 króna tölvuumsjónargjaldi. Eindagi þessara gjalda er 7. janúar. Nemendafélagsgjald fyrir …

Nýr þýskukennari hefur störf við MB

RitstjórnFréttir

Frank Walter Sands hefur tekið að sér þýskukennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar á vorönn 2015. Frank er Bandaríkjamaður sem hefur búið á Íslandi um árabil. Hann hefur meistaragráðu í kennslufræðum með áherslu á ensku- og þýskukennslu og fullgild réttindi sem framhaldsskólakennari hér á landi. Hann hefur auk þess lokið meistaraprófum í viðskiptafræði og mannfræði og unnið fjölbreytt störf í tengslum við …

Jólaleyfi – lokun skrifstofu MB

RitstjórnFréttir

Skrifstofa Menntaskóla Borgarfjarðar verður lokuð frá 22. desember til  5. janúar. Hafa má samband við skólameistara  á netfangið gudrunbjorg@menntaborg.is ef um brýnt erindi er að ræða. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi þann 5. janúar kl. 8.20 eða samkvæmt stundaskrá.   Starfsfólk Menntaskóla Borgarfjarðar óskar nemendum og velunnurum skólans gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Góðir jólagestir

RitstjórnFréttir

Í áfanganum FÉL3A06 hefur sú venja komist á nemendum gefst tækifæri til að hitta stjórnmálamenn. Fyrr á önninni var farið í vettvangsferð í Alþingishúsið þar sem nemendur ræddu við stjórnmálamenn en ekki tókst að hitta fulltrúa frá öllum flokkum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur vanið komu sína í skólann undanfarin ár og hann gerði enga undantekningu á því að þessu …

Fréttabréf MB

RitstjórnFréttir

Fréttabréf MB er nú komið út en þar ef að finna fréttir úr skólalífinu á haustönn.  Ábyrgðarmaður fréttabréfsins er Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari.

Lið MB mætir liði FSu í fyrri umferð Gettu betur

RitstjórnFréttir

Nýlega var dregið um keppnislið í fyrri umferð Gettu betur sem fram  fer í janúar. Lið MB mætir Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag 12. janúar kl. 20:30 á Rás 2.  Lið MB skipa þau Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Sandri Shabansson og Stefnir Ægir Stefánsson og varamaður er Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir.